Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 29. júlí 2019 11:21
Elvar Geir Magnússon
Aukakílóin á Hazard skapa pirring hjá Real Madrid
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mætti belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard til æfinga hjá Real Madrid sjö kílóum of þungur.

Undirbúningstímabilið hefur verið erfitt hjá Real Madrid, liðið fékk skell gegn Atletico Madrid og helsta umræðuefnið hefur verið óvissan í kringum Gareth Bale.

Ekki hefur það hjálpað að Hazard mætti á undirbúningstímabilið í slöku formi en hann var keyptur frá Chelsea. Þetta var vandamál sem Zinedine Zidane bjóst ekki við að þurfa að glíma við.

Spænska blaðið Sport segir að aukakílóin á Hazard hafi reitt forseta félagsins, Florentino Perez, til reiði.

Það verður mikil ábyrgð á Hazard á komandi tímabili en stuðningsmenn Real Madrid vonast til þess að hann stýri sóknarleiknum að stóru leyti.

Hazard hefur áður á ferlinum verið í vandræðum með að halda sér í standi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner