fös 29. júlí 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emil Hallfreðsson áfram hjá Virtus Verona (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Emil Hallfreðsson er búinn að skrifa undir eins árs samning við ítalska C-deildarfélagið Virtus Verona.


Emil hefur búið á Ítalíu í rúman áratug og lék fyrir Hellas Verona, Udinese, Frosinone og Padova áður en hann hélt til Virtus Verona í október í fyrra.

Virtus endaði aðeins einu stigi frá umspilssæti á síðustu leiktíð og lék Emil 26 af 38 deildarleikjum tímabilsins þrátt fyrir hækkandi aldur.

Emil er 38 ára gamall og lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tveimur árum. Hann var gríðarlega mikilvægur hlekkur í landsliðinu sem náði sögulegum árangri með að komast bæði á EM og HM.

Það verður gaman að fylgjast með gengi Virtus í vetur og hvort Emil og félögum takist að komast upp í B-deildina næsta vor.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner