Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 29. ágúst 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Þetta landslið verður bara að gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var til viðtals eftir sigur gegn Leikni í kvöld.

„Mér líður bara vel með þetta, gott að vinna og við gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur sjálfum í dag. Ánægður að vinna, það skiptir máli," sagði Kjartan.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Þrjú mörk í seinni, völlurinn frábær, aðstæður frábærar til að spila fótbolta. Við vorum svolítinn tíma að venjast því, boltinn þungur. Þrír sigurleikir í röð það er bara frábært."

Spáið þið eitthvað í toppbaráttunni?

„Við erum að spá í okkur sjálfum. Sem uppöldnum KR-ing vill maður vinna titla og maður er fúll og sár en það er ekkert annað en að halda áfram, reyna ná í öll stigin sem eftir eru og sjá hvert það fer með okkur."

Kiddi Jóns kom inn á og skoraði tvö sem varamaður. „Smá öskubuskuævintýri yfir þessu. Hann gaf þeim reyndar mark, var sofandi en skoraði bara tvö með hægri í staðinn. Veit ekki hvort það sé búið að myndast eitthvað goalscoring afbrigði í honum."

Kjartan var spurður út í landsliðshópinn sem tilkynntur var á miðvikudaginn síðasta. Einungis tveir eiginlegir framherjar voru í þeim hópi og einhverjir velt því fyrir sér hvort það ættu ekki að vera fleiri. Hugsaði Kjartan að hann hefði alveg getað verið framherji númer þrjú?

„Já, ég hugsaði það, ég gæti alveg gert eitthvað þarna. Nei, nei, ég er orðinn svo gamall, það er enginn að pæla í mér. Það er bara fínt, ég get hugsað um sjálfan mig, hugsað um KR og þetta landslið verður bara að gera sitt," sagði Kjartan að lokum.

Hann er 35 ára gamall, á að baki þrettán landsleiki og komu þeir síðustu í janúar í fyrra.

Nánar var rætt við Kjartan í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner