Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 29. ágúst 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Þetta landslið verður bara að gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var til viðtals eftir sigur gegn Leikni í kvöld.

„Mér líður bara vel með þetta, gott að vinna og við gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur sjálfum í dag. Ánægður að vinna, það skiptir máli," sagði Kjartan.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Þrjú mörk í seinni, völlurinn frábær, aðstæður frábærar til að spila fótbolta. Við vorum svolítinn tíma að venjast því, boltinn þungur. Þrír sigurleikir í röð það er bara frábært."

Spáið þið eitthvað í toppbaráttunni?

„Við erum að spá í okkur sjálfum. Sem uppöldnum KR-ing vill maður vinna titla og maður er fúll og sár en það er ekkert annað en að halda áfram, reyna ná í öll stigin sem eftir eru og sjá hvert það fer með okkur."

Kiddi Jóns kom inn á og skoraði tvö sem varamaður. „Smá öskubuskuævintýri yfir þessu. Hann gaf þeim reyndar mark, var sofandi en skoraði bara tvö með hægri í staðinn. Veit ekki hvort það sé búið að myndast eitthvað goalscoring afbrigði í honum."

Kjartan var spurður út í landsliðshópinn sem tilkynntur var á miðvikudaginn síðasta. Einungis tveir eiginlegir framherjar voru í þeim hópi og einhverjir velt því fyrir sér hvort það ættu ekki að vera fleiri. Hugsaði Kjartan að hann hefði alveg getað verið framherji númer þrjú?

„Já, ég hugsaði það, ég gæti alveg gert eitthvað þarna. Nei, nei, ég er orðinn svo gamall, það er enginn að pæla í mér. Það er bara fínt, ég get hugsað um sjálfan mig, hugsað um KR og þetta landslið verður bara að gera sitt," sagði Kjartan að lokum.

Hann er 35 ára gamall, á að baki þrettán landsleiki og komu þeir síðustu í janúar í fyrra.

Nánar var rætt við Kjartan í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner