Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 29. ágúst 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Þetta landslið verður bara að gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var til viðtals eftir sigur gegn Leikni í kvöld.

„Mér líður bara vel með þetta, gott að vinna og við gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur sjálfum í dag. Ánægður að vinna, það skiptir máli," sagði Kjartan.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Þrjú mörk í seinni, völlurinn frábær, aðstæður frábærar til að spila fótbolta. Við vorum svolítinn tíma að venjast því, boltinn þungur. Þrír sigurleikir í röð það er bara frábært."

Spáið þið eitthvað í toppbaráttunni?

„Við erum að spá í okkur sjálfum. Sem uppöldnum KR-ing vill maður vinna titla og maður er fúll og sár en það er ekkert annað en að halda áfram, reyna ná í öll stigin sem eftir eru og sjá hvert það fer með okkur."

Kiddi Jóns kom inn á og skoraði tvö sem varamaður. „Smá öskubuskuævintýri yfir þessu. Hann gaf þeim reyndar mark, var sofandi en skoraði bara tvö með hægri í staðinn. Veit ekki hvort það sé búið að myndast eitthvað goalscoring afbrigði í honum."

Kjartan var spurður út í landsliðshópinn sem tilkynntur var á miðvikudaginn síðasta. Einungis tveir eiginlegir framherjar voru í þeim hópi og einhverjir velt því fyrir sér hvort það ættu ekki að vera fleiri. Hugsaði Kjartan að hann hefði alveg getað verið framherji númer þrjú?

„Já, ég hugsaði það, ég gæti alveg gert eitthvað þarna. Nei, nei, ég er orðinn svo gamall, það er enginn að pæla í mér. Það er bara fínt, ég get hugsað um sjálfan mig, hugsað um KR og þetta landslið verður bara að gera sitt," sagði Kjartan að lokum.

Hann er 35 ára gamall, á að baki þrettán landsleiki og komu þeir síðustu í janúar í fyrra.

Nánar var rætt við Kjartan í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner