Arsenal reynir að fá spænskan markvörð - Líklegt að Sancho fari til Juventus - Everton hefur áhuga á Amrabat
   mán 29. september 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Farid Zato valinn í landsliðshóp Tógó gegn Úganda
Farid Zato.
Farid Zato.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tchaliné Tchakala, landsliðsþjálfari Tógó, hefur valið Farid Zato í leikmannahópinn sem mætir Úganda í undankeppni Afríkukeppninnar í næsta mánuði.

Miklar breytingar eru á hópum frá því síðast, en Farid heldur þó sæti sínu. Þá er Emmanuel Adebayor að sjálfsögðu í hópnum.

Farid er í góðra manna hópi en meðal liðsfélaga hans í landsliðinu eru leikmenn Marseille, Bayern Munchen, Olympiakos, Nuremberg og svo auðvitað Tottenham.

Farid var einnig í landsliðshópnum sem mætti Gíneu og Gana fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner