Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   þri 29. september 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir um hvort Jason Daði hafi dýft sér: Í rauninni já
Lengjudeildin
Aron Birkir Stefánsson
Aron Birkir Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur. Mér fannst við eiga vinna þennan leik," sagði Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Aron segir að Þórsarar hafi 'strögglað' til að byrja með í leiknum og leikurinn hafi verið svokallaður 'fifty-fifty' leikur í seinni hálfleik.

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í þessum leik. Fyrra vítið varði Aron Birkir: „Já ég var 100% [viss um að hann myndi skjóta í þetta horn]. Ég var búinn að lesa hann löngu áður."

Aron var svo dæmdur brotlegur þegar Jason Daði Svanþórsson féll í vítateig Þórsara. Hvað fannst Aroni um það atvik?

„Mér fannst það ekki vera víti. Mér fannst hann gera of mikið úr þessu en dómarinn dæmdi og við verðum að lifa með því." Snerti Aron Jason Daða? „Nei" Er þetta þá dýfa? „Í rauninni já."

Aron var þá spurður út í vítaspyrnuna sem Þórsarar fengu. Aron sagði að Alvaro hefði sagt við sig að hann hefði fundið snertingu og því farið niður. „Siggi dæmdi - við verðum að treysta dómaranum í þessu er það ekki?" sagði Aron og glotti.

Aron glímdi við við meiðsli síðasta vetur og í vor. Hvernig finnst honum eigin frammistaða verið í sumar?

„Mér fannst ég ekki byrja tímabilið nægilega vel. Kom til baka úr erfiðum meiðslum í vetur. Ég var aðeins meiddur þegar tímabilið byrjaði og er enn ekki 100%. Mér finnst hafa verið meiri stígandi í mínum leik í seinni umferðinni. Ég myndi segja að í dag sé ég svona 95%. Ég er með beinmar í hné og hef verið að spila á því - það er eitthvað sem maður spilar bara í gegnum," sagði Aron.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner