Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 29. september 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir um hvort Jason Daði hafi dýft sér: Í rauninni já
Lengjudeildin
Aron Birkir Stefánsson
Aron Birkir Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur. Mér fannst við eiga vinna þennan leik," sagði Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Aron segir að Þórsarar hafi 'strögglað' til að byrja með í leiknum og leikurinn hafi verið svokallaður 'fifty-fifty' leikur í seinni hálfleik.

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í þessum leik. Fyrra vítið varði Aron Birkir: „Já ég var 100% [viss um að hann myndi skjóta í þetta horn]. Ég var búinn að lesa hann löngu áður."

Aron var svo dæmdur brotlegur þegar Jason Daði Svanþórsson féll í vítateig Þórsara. Hvað fannst Aroni um það atvik?

„Mér fannst það ekki vera víti. Mér fannst hann gera of mikið úr þessu en dómarinn dæmdi og við verðum að lifa með því." Snerti Aron Jason Daða? „Nei" Er þetta þá dýfa? „Í rauninni já."

Aron var þá spurður út í vítaspyrnuna sem Þórsarar fengu. Aron sagði að Alvaro hefði sagt við sig að hann hefði fundið snertingu og því farið niður. „Siggi dæmdi - við verðum að treysta dómaranum í þessu er það ekki?" sagði Aron og glotti.

Aron glímdi við við meiðsli síðasta vetur og í vor. Hvernig finnst honum eigin frammistaða verið í sumar?

„Mér fannst ég ekki byrja tímabilið nægilega vel. Kom til baka úr erfiðum meiðslum í vetur. Ég var aðeins meiddur þegar tímabilið byrjaði og er enn ekki 100%. Mér finnst hafa verið meiri stígandi í mínum leik í seinni umferðinni. Ég myndi segja að í dag sé ég svona 95%. Ég er með beinmar í hné og hef verið að spila á því - það er eitthvað sem maður spilar bara í gegnum," sagði Aron.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner