Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 29. september 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir um hvort Jason Daði hafi dýft sér: Í rauninni já
Lengjudeildin
Aron Birkir Stefánsson
Aron Birkir Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur. Mér fannst við eiga vinna þennan leik," sagði Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Aron segir að Þórsarar hafi 'strögglað' til að byrja með í leiknum og leikurinn hafi verið svokallaður 'fifty-fifty' leikur í seinni hálfleik.

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í þessum leik. Fyrra vítið varði Aron Birkir: „Já ég var 100% [viss um að hann myndi skjóta í þetta horn]. Ég var búinn að lesa hann löngu áður."

Aron var svo dæmdur brotlegur þegar Jason Daði Svanþórsson féll í vítateig Þórsara. Hvað fannst Aroni um það atvik?

„Mér fannst það ekki vera víti. Mér fannst hann gera of mikið úr þessu en dómarinn dæmdi og við verðum að lifa með því." Snerti Aron Jason Daða? „Nei" Er þetta þá dýfa? „Í rauninni já."

Aron var þá spurður út í vítaspyrnuna sem Þórsarar fengu. Aron sagði að Alvaro hefði sagt við sig að hann hefði fundið snertingu og því farið niður. „Siggi dæmdi - við verðum að treysta dómaranum í þessu er það ekki?" sagði Aron og glotti.

Aron glímdi við við meiðsli síðasta vetur og í vor. Hvernig finnst honum eigin frammistaða verið í sumar?

„Mér fannst ég ekki byrja tímabilið nægilega vel. Kom til baka úr erfiðum meiðslum í vetur. Ég var aðeins meiddur þegar tímabilið byrjaði og er enn ekki 100%. Mér finnst hafa verið meiri stígandi í mínum leik í seinni umferðinni. Ég myndi segja að í dag sé ég svona 95%. Ég er með beinmar í hné og hef verið að spila á því - það er eitthvað sem maður spilar bara í gegnum," sagði Aron.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner