Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 29. september 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir um hvort Jason Daði hafi dýft sér: Í rauninni já
Lengjudeildin
Aron Birkir Stefánsson
Aron Birkir Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur. Mér fannst við eiga vinna þennan leik," sagði Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Aron segir að Þórsarar hafi 'strögglað' til að byrja með í leiknum og leikurinn hafi verið svokallaður 'fifty-fifty' leikur í seinni hálfleik.

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í þessum leik. Fyrra vítið varði Aron Birkir: „Já ég var 100% [viss um að hann myndi skjóta í þetta horn]. Ég var búinn að lesa hann löngu áður."

Aron var svo dæmdur brotlegur þegar Jason Daði Svanþórsson féll í vítateig Þórsara. Hvað fannst Aroni um það atvik?

„Mér fannst það ekki vera víti. Mér fannst hann gera of mikið úr þessu en dómarinn dæmdi og við verðum að lifa með því." Snerti Aron Jason Daða? „Nei" Er þetta þá dýfa? „Í rauninni já."

Aron var þá spurður út í vítaspyrnuna sem Þórsarar fengu. Aron sagði að Alvaro hefði sagt við sig að hann hefði fundið snertingu og því farið niður. „Siggi dæmdi - við verðum að treysta dómaranum í þessu er það ekki?" sagði Aron og glotti.

Aron glímdi við við meiðsli síðasta vetur og í vor. Hvernig finnst honum eigin frammistaða verið í sumar?

„Mér fannst ég ekki byrja tímabilið nægilega vel. Kom til baka úr erfiðum meiðslum í vetur. Ég var aðeins meiddur þegar tímabilið byrjaði og er enn ekki 100%. Mér finnst hafa verið meiri stígandi í mínum leik í seinni umferðinni. Ég myndi segja að í dag sé ég svona 95%. Ég er með beinmar í hné og hef verið að spila á því - það er eitthvað sem maður spilar bara í gegnum," sagði Aron.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner