Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 29. september 2020 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin: Sumir kunna ekki að bera virðingu
Lengjudeildin
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV.
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru læti eftir leik Keflavíkur og ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Keflavíkur.

Hægt er að lesa um það hvernig leikurinn spilaðist með því að smella hérna.

Gary Martin skoraði mark ÍBV í leiknum en hann var ekki sáttur með það hvernig leikmenn Keflavíkur komu fram eftir leikinn.

Gary hefur gefið það út að hann muni yfirgefa ÍBV ef liðið kemst ekki upp í Pepsi Max-deildina á þessu tímabili, en eftir leikinn í dag eru litlar sem engar líkur á því að ÍBV fari upp. Einstaklingur að nafni Guðmundur Auðunn sagði við Gary á Twitter að honum væri velkomið að koma með Keflavík upp í efstu deild. Strákurinn frá Darlington afþakkaði boðið.

„Nei, sumir leikmenn kunna ekki að bera virðingu, þeir öskra eitthvað um mig, hlaupa svo inn í klefa og þora ekki að koma út," skrifar Gary á Twitter.

„Einn af leikmönnum Keflavíkur öskraði eitthvað eins og tík, hljóp í burtu og vildi ekki koma út þegar ég fór að leita að honum."

Sjá einnig:
Framtíð Gary Martin ræðst á því hvort ÍBV fer upp eða ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner