Patrick Pedersen (Valur)
Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen skoraði þrennu þegar Valur innsiglaði 2. sæti Bestu deildarinnar með 4-2 sigri gegn Breiðabliki á Hlíðarenda í gær.
„Hattrick Pedersen. Ótrúlegur framherji sem poppar alltaf upp með mörk. Tryggir Valsmönnum sigur og bætir upp fyrir vítaklúðrið með því að fullkomna þrennuna stuttu síðar," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni um leikinn.
„Hattrick Pedersen. Ótrúlegur framherji sem poppar alltaf upp með mörk. Tryggir Valsmönnum sigur og bætir upp fyrir vítaklúðrið með því að fullkomna þrennuna stuttu síðar," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni um leikinn.
Patrick er kominn með 11 mörk í 17 leikjum í Bestu deildinni í sumar en hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla. Patrick verður 32 ára í nóvember en samningur hans við Val er að renna út.
„Stjarna sýningarinnar var Patrick Pedersen sem er að renna út á samningi. Hann ákvað að negla í eina þrennu til að styrkja aðeins stöðu sína við samningaborðið," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem rætt var um leikinn.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals sagði við Stöð 2 Sport að það væru viðræður í gangi við Patrick um nýjan samning.
Sterkustu leikmenn:
24. umferð - Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
23. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
22. umferð - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir