Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 15. ágúst 2023 12:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 19. umferð - Komið ótrúlega öflugur úr meiðslunum
Emil Atlason (Stjarnan)
Emil Atlason er þrítugur.
Emil Atlason er þrítugur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„JESÚS MARÍA OG JÓSEF! Við erum að tala um STÓRFENGLEGA sendingu sem Hilmar Árni á inn fyrir vörn Fylkis, móttaka Emils Atla var upp a 10.5 og átti hann ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá Ólafi í marki Fylkis, Vá!" skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í textalýsingu úr leik Fylkis og Stjörnunnar þegar hann lýsti fyrsta marki leiksins.

Emil Atlason er leikmaður umferðarinnar en hann skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 4-0 sigri. Fyrst um sinn fékk hann skráða þrennu en þriðja markið skráist sem sjálfsmark á markvörð Árbæinga.

Emil er heitasta 'nía' Bestu deildarinnar en hann hefur skorað níu mörk í þrettán leikjum. Í Innkastinu var talað um það hversu ótrúlega öflugur hann hefur komið úr erfiðum meiðslum, hann fór í aðgerð á liðþófa á miðju tímabili í fyrra.

„Emil er virkilega mikill liðsmaður, hann er frábær sóknarmaður en það skemmtilega við hann er að hann hugsar fyrst og fremst um liðið. Eina sem hann hugsar um að er að hjálpa liðinu að vinna leiki og eiga góðar frammistöður. Það er gaman fyrir hann að uppskera vel," sagði Jökull Elísabetarson í viðtali eftir leikinn í gær.

Emil var einnig funheitur á síðasta tímabili fyrir meiðslin. Hann var þá spurður að því hvort eitthvað sérstakt hafi smollið í undirbúningi fyrir tímabilið?

„Það var meira andlegt, svo líka sjálfstraustið og að hafa trú á sjálfum sér einhvern veginn. Það sem ég tek einhvern veginn mest frá þessu tímabili er að ég fann gleðina aftur í fótboltanum," sagði Emil.

Sterkustu leikmenn:
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner