Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 26. september 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 24. umferð - Magnaðar silkihreyfingar
Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Anton Logi var stórkostlegur í gær.
Anton Logi var stórkostlegur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn tvítugi Anton Logi Lúðvíksson hefur verið einn allra bjartasti punkturinn í Breiðabliksliðinu á þessu tímabili. Miðjumaðurinn ungi er kominn í stærra hlutverk og gripið sín tækifæri vel.

Þessi fjölhæfi leikmaður var maður leiksins í gær þegar Breiðablik vann mikilvægan 3-1 sigur gegn Víkingi í 2. umferð eftir tvískiptinguna. Daginn áður hafði Íslandsmeistaratitill Víkings verið tryggður.

„Var stórkostlegur á miðjunni hjá Blikum. Hrein unun að fylgjast með honum spila fótbolta og þessar silkihreyfingar eru svo magnaðar," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í skýrslu sinni um leikinn.

„Maður er í bilaðri samkeppni, ótrúlega öflugir leikmenn sem maður er að berjast við og maður er meðvitaður um að ef maður er ekki að spila vel, er ekki upp á sitt besta, þá er maður ekki lengi að missa sæti sitt í í liðinu," sagði Anton Logi í viðtali snemma á tímabilinu.

Sumarið 2021 var Anton lánaður til Aftureldingar í Lengjudeildinni og fékk dýrmæta reynslu. Hann hefur svo verið í sístækkandi hlutverki hjá Blikum og byrjað flesta leiki þar sem hann hefur verið til taks á þessu tímabili. Miðað við þróunina á honum er hann væntanlega að banka ansi fast á dyr atvinnumennskunnar.

Sterkustu leikmenn:
23. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
22. umferð - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner