Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 19. júlí 2023 11:10
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 15. umferð - Gerði varnarmönnum KA lífið leitt
Birnir Snær Ingason (Víkingur)
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birnir Snær Ingason leikmaður Víkings er leikmaður 15. umferðar Bestu deildarinnar, eftir leik sem fór fram á Akureyri 25. maí! Sá leikur var spilaður fyrr en aðrir leikir umferðarinnar til að rýma fyrir Evrópuþátttöku Víkings.

„Birnir frábær í dag. Skorar og leggur upp og gerði varnarmönnum KA lífið leitt oft og títt," skrifaði Jóhann Hólmgrímsson í skýrslu sinni um 4-0 útisigur Víkings gegn KA.

Birnir lagði upp fyrsta mark leiksins með fyrirgjöf og tvöfaldaði sjálfur forystuna á 37. mínútu og það eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Hann brunaði fram með boltann, stakk varnarmann KA af, áður en hann skaut boltanum í fjærhornið.

Birnir var valinn leikmaður umferða 1-11 í deildinni en hann hefur verið algjörlega frábær í sumar og oft á tíðum leikið sér að varnarmönnum andstæðingana.

Síðar í dag kemur viðtal við Birni hér á síðuna en hann og Víkingar eru að búa sig undir seinni leikinn gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Riga vann fyrri leikinn 2-0 og það verður erfitt fyrir Víkinga að snúa því við á morgun.



Sterkustu leikmenn:
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner