Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 29. ágúst 2023 12:15
Innkastið
Sterkastur í 21. umferð - Sá er að rokka húsið!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
Gyrðir í leiknum gegn Val.
Gyrðir í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir skoraði tvívegis.
Gyrðir skoraði tvívegis.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur verið ein óvæntasta stjarna Bestu deildarinnar í sumar. Þessi öflugi leikmaður FH er með sex mörk skoruð í fjórtán leikjum og er með fæstar mínútur á milli marka í deildinni.

Hann er Sterkasti leikmaður 21. umferðar Bestu deildarinnar í boði Steypustöðvarinnar eftir að hafa komið inn af bekknum í hálfleik gegn Val, þegar FH var 1-2 undir. Gyrðir skoraði tvívegis í seinni hálfleik og tryggði FH 3-2 sigur.

Gyrðir spilaði mest sem miðvörður í Leikni þaðan sem hann kom til FH, en í Hafnarlega spilar hann framarlega og raðar inn mörkunum, en er hann framherji?

„Ég get spilað framherjastöðuna og líður vel í henni. Mér líður virkilega vel í skipulaginu hjá FH sem Heimir setti mig í. Ég er ánægður með það hlutverk sem ég fæ og líður vel þegar ég kem inná sem framliggjandi miðjumaður eða framherji," sagði Gyrðir í viðtali eftir leik.

Ef þú værir titlaður sem ofurvaramaðurinn Gyrðir eftir tímabilið, værir þú sáttur?

„Það væri svekkjandi því maður vill vera byrjunarliðsmaður en ég tek því eins og það er. Ég vil byrja alla leiki, ég er í þessu til þess."

„Hvað er að frétta með Gyrði? Sá er að rokka húsið!" segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Hann er eiginlega ekki með neina fasta stöðu sem leikmaður. Hann kemur bara inná, leggur sig 100% fram, djöflast og hleypur út um allt og getur skorað mörk," segir Elvar Geir Magnússon.

„Gyrðir er ekki mesta tæknitröllið það er alveg augljóst. Sálfstraustið er mjög hátt og hlutirnir eru að falla fyrir hann. Hann er að dýrka þessa daga núna. Það var enginn sem bjóst við neinu frá honum hjá FH þegar hann kom frá Leikni," segir Sæbjörn Steinke.

Sterkustu leikmenn:
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Gyrðir ofurvaramaður: Ég vil byrja alla leiki og er í þessu til þess
Innkastið - Listrænn gjörningur
Athugasemdir
banner
banner
banner