Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   fim 21. september 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 23. umferð - Heldur Evrópudraumnum á lífi
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Davíð Snær á Kópavogsvelli.
Davíð Snær á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Snær Jóhannsson í FH hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar. Hann er leikmaður 1. umferðar tvískiptingar deildarinnar eftir að FH vann Breiðablik aftur á gervigrasinu í Kópavogi.

„Davíð geggjaður í leiknum, pressaði stíft þegar Breiðablik var með boltann og aðalmaður FH í sóknarleik liðsins," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sinni um 2-0 sigur FH.

Þetta er í annað sinn sem Davíð er Sterkasti leikmaður umferðarinnar, hann hefur verið valinn sex sinnum í lið umferðarinnar og þá var hann í sérstöku Víkingslausu úrvalsliði útvarpsþáttarins Fótbolti.net fyrir tímabilið.

FH er komið upp í fjórða sætið, sæti sem gefur Evrópusæti. Davíð Snær á stóran þátt í því að FH er í þessari stöðu.

„Fjórða sætið er allt fyrir okkur, það er bara nákvæmlega þannig," sagði Davíð í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði.

Sterkustu leikmenn:
22. umferð - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner