De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 29. september 2023 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro vildi ekki fara frá Inter
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Lautaro Martinez segir að nokkur félög hafi reynt að krækja í framherjann í sumar.

Lautaro hefur engan áhuga á að skipta um félag og í hvert skipti sem umboðsmaðurinn nefnir áhugasamt félagslið er svarið alltaf það sama: Lautaro vill bara Inter.

Lautaro er með sérstaka tengingu við félagið og stuðningsmennina, hann elskar Inter. Hann elskar leikmannahópinn og verkefnið sem er í gangi hjá félaginu. Hann segir við mig að hann vilji bara vera áfram í Inter í hvert skipti sem ég nefni önnur áhugasöm félög," sagði Alejandro Camano umboðsmaður og hélt áfram.

„Við ætlum í samningsviðræður og tilfinningin er frábær."

Lautaro Martinez er fyrirliði og algjör lykilmaður í sterku liði Inter sem tapaði naumlega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í sumar.

Real Madrid og Chelsea eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við hann.

Lautaro er 26 ára gamall og hefur komið að átta mörkum í sjö leikjum á upphafi tímabils.
Athugasemdir
banner