De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 29. september 2023 10:53
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óskar Hrafn á blaði hjá norsku félagi
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað var um það í Útvarpsþættinum Fótbolti.net að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sé á blaði hjá norsku úrvalsdeildarliði.

Fleiri nöfn eru á listanum og því óvíst hvort að Óskar verði sá sem félagið reyni að fá í sínar raðir.

Tvö félög í norsku deildinni eru með bráðabirgðaþjálfara. Annað þeirra er Rosenborg sem er um miðja deild og hitt er Haugesund sem er í fallumspilssæti.

Óskar var á sínum tíma leikmaður í Noregi, hann var á mála hjá Strömsgodset tímabilið 1998.

„Hann er á blaði hjá norsku úrvalsdeildarliði," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þetta er félag sem er með hans nafn á lista og er að vinna sig áfram í því," sagði Sæbjörn Steinke.

Í þættinum var nánar um Breiðablik og mögulega kandídata í starfið ef Óskar heldur erlendis.
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Athugasemdir
banner
banner