Newcastle vonast til að landa framherjanum Bryan Mbeumo í janúarglugganum.
Þetta kemur fram á Telegraph en Mbeumo hefur leikið frábærlega með Brentford í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Erling Haaland, sóknarmanni Manchester City.
Þetta kemur fram á Telegraph en Mbeumo hefur leikið frábærlega með Brentford í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Erling Haaland, sóknarmanni Manchester City.
En hertar fjárhagsreglur gera Newcastle erfitt fyrir á leikmannamarkaðnum.
Ef félagið eyðir miklu í janúarglugganum, þá þarf það að selja leikmenn næsta sumar. Newcastle seldi Elliot Anderson og Yankuba Minteh, tvo unga leikmenn, til að standast fjárhagsreglur síðasta sumar.
Newcastle er sem stendur í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir