Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 30. janúar 2023 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Magnað sjálfsmark bjargaði dýrmætu stigi
Rodrigo Becao gerði magnað sjálfsmark.
Rodrigo Becao gerði magnað sjálfsmark.
Mynd: EPA

Udinese 1 - 1 Verona
0-1 Rodrigo Becao ('4, sjálfsmark)
1-1 Lazar Samardzic ('21)


Fallbaráttulið Verona heimsótti Udinese í síðasta leik 20. umferðar efstu deildar ítalska boltans.

Verona tók forystuna snemma leiks þegar Rodrigo Becao skoraði stórbrotið sjálfsmark með skalla við vítateigslínuna. Darko Lazovic lét vaða með skoti utan teigs sem Becao skallaði í loftið en boltinn fór á mikið flug og endaði í netinu með viðkomu í slánni.

Þýska vonarstjarnan Lazar Samardzic jafnaði metin fyrir Udinese á 21. mínútu eftir undirbúning frá Beto.

Heimamenn í Údíne voru með mikla yfirburði en þeim tókst ekki að skora aftur framhjá Lorenzo Montipo'. Lokatölur urðu því 1-1.

Þetta er gríðarlega dýrmætt stig fyrir Verona sem er búið að næla sér í sjö stig úr síðustu fjórum leikjum. Liðið er með 13 stig eftir 20 umferðir - fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. Sampdoria og Cremonese eru í næstu sætum fyrir neðan með 9 og 8 stig.

Sjáðu sjálfsmarkið


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 14 8 4 2 20 11 +9 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Torino 14 4 5 5 14 24 -10 17
13 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
14 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
15 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
16 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner