Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Brenna Lovera í Selfoss (Staðfest)
Brenna Lovera (t.v.) er hér í leik með ÍBV gegn Fylki sumarið 2019
Brenna Lovera (t.v.) er hér í leik með ÍBV gegn Fylki sumarið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Brennu Lovera um að leika með liðinu í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lovera, sem er 24 ára gömul, kemur til félagsins frá Boavista í Portúgal en hún kannast þó ágætlega við sig á Íslandi.

Hún lék með ÍBV sumarið 2019 og skoraði þá 6 mörk í 9 leikjum með liðinu en áður lék hún í bandaríska háskólaboltanum.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir bikarameistarana en Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, er afar spenntur að fá hann í hópinn.

„Brenna á eftir að passa vel inn í þetta hjá okkur. Hún er kraftmikill sóknarmaður en einnig dugleg varnarlega, sterk í loftinu og í teignum. Hún er líka flottur karakter og hefur marga eiginleika sem eiga eftir að nýtast okkur vel. Þannig að við erum bara þrælspennt að fá hana til liðs við okkur," sagði Alfreð Elías um Lovera.
Athugasemdir
banner
banner