Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 30. maí 2022 14:47
Brynjar Ingi Erluson
Þjöppuðu sér saman eftir að fyrirliðinn missti eiginkonu sína - „Mun aldrei upplifa þetta aftur"
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Per Kjærbye
Römer fékk mikinn stuðning fra´stuðningsmönnum félagsins
Römer fékk mikinn stuðning fra´stuðningsmönnum félagsins
Mynd: Getty Images
Marcel Römer, fyrirliði danska félagsins Lyngby, fékk þær hörmulegu fréttir í lok febrúar að eiginkona hans væri látin, langt fyrir aldur fram, en Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, ræðir um bræðralagið og hvernig hópurinn tókst á við þetta ásamt fyrirliðanum.

Lyngby tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina fyrir rúmri viku eftir afar erfitt tímabil, bæði innan sem utan vallar.

Það var mikið um skakkaföll í hópnum og þurfti Freyr að takast á við það en ekkert gat undirbúið hann, hópinn og Römer fyrir það sem átti sér stað á miðju tímabili.

Eiginkona Römer lést skyndilega í lok febrúar, aðeins rúmu einu og hálfu ári eftir að þau giftu sig. Römer hefur fengið mikinn stuðning frá Frey, félaginu og liðsfélögunum í gegnum þessa erfiðu tíma.

Freyr ræddi við Fótbolta.net um tímabilið og hvernig leikmenn opnuðu og þjöppuðu sér saman. Römer snéri sjálfur aftur á völlinn í maí og hjálpaði liði sínu að komast aftur upp í efstu deild.

„Það er búið að ganga rosalega mikið á. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara eitthvað mikið nánar út í það; innan vallar og utan, það voru vandamál sem við þurftum að takast á við. Það þétti okkur rosalega saman. Ég sá nýjar hliðar á fótboltanum í kjölfarið þar sem menn opnuðu sig á annan hátt. Það er mikið bræðralag í liðinu."

„Það er þeirra kredit. Ég reyndi að halda utan um þetta sem leiðtogi liðsins og stýra þessu í réttar áttir en í fyrsta lagi hvernig fyrirliðinn, Marcel, tókst á við sitt áfall og opnaði sig og við fengum hjálp við að takast á því við og ég mun aldrei upplifa þetta aftur, sem betur fer, því þetta var rosalega erfitt, en hvernig hann leiddi hópinn og við í sameiningu tókumst á við þetta, þaðer erfitt að lýsa þessu hvernig menn opnuðu sig og við þéttum okkur saman,"
sagði Freyr við Fótbolta.net.
Freysi: Þetta er stórt og mér þykir mjög vænt um þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner