Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fim 30. maí 2024 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Grótta og Fram deila toppsætinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Lengjudeild kvenna, þar sem Grótta lagði ÍR að velli í Breiðholti á meðan Fram og HK skildu jöfn í Úlfarsárdal.

Franciele Cupertino skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum í Breiðholti og hélt Grótta eins marks forystu þar til Hildur Björk Búadóttir skoraði annað mark leiksins.

Lokatölur urðu 0-2 og fer Grótta á topp deildarinnar, þar sem liðið er með 8 stig eftir 4 umferðir.

Grótta er með jafn mörg stig og Fram sem gerði jafntefli við HK í dag eftir að hafa tekið forystuna. Liðin deila toppsætinu sem stendur en Fram er fyrir ofan á markatölu.

Birna Kristín Eiríksdóttir skoraði eina markið í fyrri hálfleik og leiddi Fram allt þar til í síðari hálfleik, þegar gestunum úr Kópavogi tókst að jafna til að tryggja sér stig.

Brookelynn Paige Entz steig þá á vítapunktinn til að jafna á 69. mínútu. HK er með fimm stig eftir fjórar umferðir.

ÍR 0 - 2 Grótta
0-1 Franciele Cristina Soares Cupertino
0-2 Hildur Björk Búadóttir

Fram 1 - 1 HK
1-0 Birna Kristín Eiríksdóttir ('24)
1-1 Brookelynn Paige Entz ('69, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner