Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   sun 30. júní 2019 22:22
Magnús Þór Jónsson
Birnir: 25 góðir leikmenn að berjast um stöðu í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason var hetja Valsmanna í 2-1 sigri á HK í kvöld og gat brosað í leikslok.

"Tilfinningin er geggjuð, þegar maður kemur svona inná í lokin og ég náði því.  Þetta var svo gott fyrir okkur og nauðsynlegt að það hálfa væri nóg."

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

Mikil umræða hefur verið um það að Birnir sé í brasi hjá Val og helmingur liðanna í deildinni sé að reyna að fá hann, hvernig horfir þetta allt við honum?

"Ég bara nýti mitt tækifæri og geri mitt besta. Það er auðvitað erfitt að komast í þetta lið, það eru 25 frábærir leikmenn í þessu liði.  Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að berjast áfram, þetta er bara hollt fyrir mig."

Það voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir leik hjá Valsmönnum, þungu fargi létt af leikmannahópnum?

"Já.  Nú eru komnir þrír sigrar í fjórum leikjum, það sást á fagnaðarlátunum hvað þetta var geggjað.  Það vinna allir alla í þessari deild og ef maður vinnur nokkra leiki í röð þá er maður kominn í toppbaráttu!"

Nánar er rætt við Birni í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner