Birnir Snær Ingason var hetja Valsmanna í 2-1 sigri á HK í kvöld og gat brosað í leikslok.
"Tilfinningin er geggjuð, þegar maður kemur svona inná í lokin og ég náði því. Þetta var svo gott fyrir okkur og nauðsynlegt að það hálfa væri nóg."
"Tilfinningin er geggjuð, þegar maður kemur svona inná í lokin og ég náði því. Þetta var svo gott fyrir okkur og nauðsynlegt að það hálfa væri nóg."
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 Valur
Mikil umræða hefur verið um það að Birnir sé í brasi hjá Val og helmingur liðanna í deildinni sé að reyna að fá hann, hvernig horfir þetta allt við honum?
"Ég bara nýti mitt tækifæri og geri mitt besta. Það er auðvitað erfitt að komast í þetta lið, það eru 25 frábærir leikmenn í þessu liði. Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að berjast áfram, þetta er bara hollt fyrir mig."
Það voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir leik hjá Valsmönnum, þungu fargi létt af leikmannahópnum?
"Já. Nú eru komnir þrír sigrar í fjórum leikjum, það sást á fagnaðarlátunum hvað þetta var geggjað. Það vinna allir alla í þessari deild og ef maður vinnur nokkra leiki í röð þá er maður kominn í toppbaráttu!"
Nánar er rætt við Birni í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir






















