Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. júní 2020 22:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Sveinn í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson hefur verið lánaður í Fylki frá Breiðabliki. Arnar, sem einungis hefur komið við sögu í bikarnum með Breiðabliki á þessari leiktíð, hefur fengið félagaskipti yfir í Árbæjarfélagið.

Arnar lék sem hægri bakvörður hjá Breiðabliki og einnig hjá Val þar sem hann varð í tvígang Íslandsmeistari á árunum 2017 og 2018.

Arnar gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðustu leiktíð og lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni.

Hann er 28 ára gamall og verður 29 ára undir lok ágústsmánaðar. Arnar mun veita Birki Eyþórssyni samkeppni en Birkir hefur leikið alla þrjá leiki Fylkis til þessa. Ragnar Bragi Sveinsson byrjaði fyrsta leik í mótinu en hann meiddist illa gegn Stjörnunni og kom Birkir þá inn í stað Ragnars.

Arnar hefur alls leikið 181 leik í meistaraflokki og skorað i þeim þrettán mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner