Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   þri 30. júlí 2019 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Eysteinn Húni: Vill tileinka þennan sigur honum Ástvaldi Ragnari okkar helsta stuðningsmanni
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Keflvíkingar fengu bræður sína í Njarðvík í heimsókn hinumeginn við hringtorgið á Nettóvöllinn þegar flautað var til leiks í 15.Umferð Inkasso deildar karla.
Keflavík var búið að mæta bræðrum sínum í Njarðvík í bæði deild og bikar í sumar en þær viðureignir höfðu ekki farið vel með Keflavík en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Njarðvík

„Rosalega spenna, eins og hefur verið í báðum leikjunum áður milli þessara liða, mikið kapp, kannaski meira kapp en gæði og öfugt við í bikarnum þá fellur þetta fyrir okkur á ekkert svo ósvipuðu marki kannki og þar þannig að rimmur þessara liða hafa verið algjörlega magnaðar, spennuþrungnar og það eins og við höfum oft sagt með mjög ungt lið getur verið sérstaklega erfitt þegar er svona mikil spenna og mér fannst við mjög spenntir í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í byrjun en við náðum að komast yfir það og mér fannst í lokinn við eiga þetta skilið." Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

Keflavík hafði misst mann af velli með rautt spjald stuttu áður en það virtist ekki koma að sök og þeir héldu út og settu markið í lokinn.
„Það sýnir bara karakterinn í strákunum að það var engann bilbug á þeim að finna, þeir börðust eins og ljón og ég var ekki í neinum áhyggjum af því að Njarðvík var að fara skora á okkur en ég var nú ekki bjartsýnn á sigur og hefði verið alveg sáttur með jafntefli en berið ofan á kökuna var að fá þetta sigurmark í lokin, fyrsta heimasigurinn í langann tíma." 

Eysteinn Húni var sáttur með framistöðuna og vildi tileinka þennan sigur stuðningsmanni Keflavíkur Ástvaldi Ragnari en hann er í sinni eigin baráttu sem Keflvíkingar styðja við bakið á honum í.
„Já ég er það og mig langar til þess að tileinka þennan sigur honum Ástvaldi Ragnari Bjarnasyni okkar helsta stuðningsmanni sem á í mikilli og erfirðri baráttu og mikilvægari heldur en við áttum hér í kvöld og hann er okkar helsti stuðningsmaður og við erum allir hans helstu aðdáendur á móti."

Nánar er rætt við Eystein Húna Hauksson í klippunni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner