Keflvíkingar fengu bræður sína í Njarðvík í heimsókn hinumeginn við hringtorgið á Nettóvöllinn þegar flautað var til leiks í 15.Umferð Inkasso deildar karla.
Keflavík var búið að mæta bræðrum sínum í Njarðvík í bæði deild og bikar í sumar en þær viðureignir höfðu ekki farið vel með Keflavík en það átti eftir að breytast í kvöld.
Keflavík var búið að mæta bræðrum sínum í Njarðvík í bæði deild og bikar í sumar en þær viðureignir höfðu ekki farið vel með Keflavík en það átti eftir að breytast í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Njarðvík
„Rosalega spenna, eins og hefur verið í báðum leikjunum áður milli þessara liða, mikið kapp, kannaski meira kapp en gæði og öfugt við í bikarnum þá fellur þetta fyrir okkur á ekkert svo ósvipuðu marki kannki og þar þannig að rimmur þessara liða hafa verið algjörlega magnaðar, spennuþrungnar og það eins og við höfum oft sagt með mjög ungt lið getur verið sérstaklega erfitt þegar er svona mikil spenna og mér fannst við mjög spenntir í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í byrjun en við náðum að komast yfir það og mér fannst í lokinn við eiga þetta skilið." Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.
Keflavík hafði misst mann af velli með rautt spjald stuttu áður en það virtist ekki koma að sök og þeir héldu út og settu markið í lokinn.
„Það sýnir bara karakterinn í strákunum að það var engann bilbug á þeim að finna, þeir börðust eins og ljón og ég var ekki í neinum áhyggjum af því að Njarðvík var að fara skora á okkur en ég var nú ekki bjartsýnn á sigur og hefði verið alveg sáttur með jafntefli en berið ofan á kökuna var að fá þetta sigurmark í lokin, fyrsta heimasigurinn í langann tíma."
Eysteinn Húni var sáttur með framistöðuna og vildi tileinka þennan sigur stuðningsmanni Keflavíkur Ástvaldi Ragnari en hann er í sinni eigin baráttu sem Keflvíkingar styðja við bakið á honum í.
„Já ég er það og mig langar til þess að tileinka þennan sigur honum Ástvaldi Ragnari Bjarnasyni okkar helsta stuðningsmanni sem á í mikilli og erfirðri baráttu og mikilvægari heldur en við áttum hér í kvöld og hann er okkar helsti stuðningsmaður og við erum allir hans helstu aðdáendur á móti."
Nánar er rætt við Eystein Húna Hauksson í klippunni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir