Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 30. júlí 2024 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildin: Blikar töpuðu aftur og eru úr leik
Breiðablik er úr leik.
Breiðablik er úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Drita 1 - 0 Breiðablik (3-1)
1-0 Kastriot Selmani ('66 )
Lestu um leikinn

Breiðablik fer ekki aftur í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem liðið tapaði öðru sinni gegn Drita frá Kosóvó í dag.

Eftir að hafa tapað 1-2 á heimavelli í síðustu viku, þá héldu Blikar út til Kosóvó fyrir seinni leik liðanna í dag.

Blikar sýndu ágætis rispur inn á milli í leiknum í dag, en þeir náðu ekki að skapa sér mörg góð færi. Eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði Kastriot Selmani og tvöfaldaði forskot Drita.

Breiðablik náði ekki að svara og lokatölur 1-0 í dag, og samanlagt 3-1.

Blikar komust í riðlakeppnina í fyrra, en fara ekki þangað aftur núna. Seinna í vikunni reyna Stjarnan, Valur og Víkingur að komast áfram í sínum einvígum.
Athugasemdir
banner
banner