Ægir er með sex stiga forystu á toppi 2. deildar karla eftir að hafa unnið 4-2 sigur á Víkingi Ólafsvík í 15. umferð deildarinnar í kvöld.
KFA 3 - 2 Haukar
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('10 )
2-0 Marteinn Már Sverrisson ('11 )
2-1 Fannar Óli Friðleifsson ('19 )
3-1 Hrafn Guðmundsson ('39 )
3-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('60 )
Við byrjum á leik KFA og Hauka þar sem Austfirðingar unnu 3-2 sigur.
Marteinn Már Sverrisson kom KFA í 2-0 forystu með tveimur mörkum á tæpum tveimur mínútum.
Fannar Óli Friðleifsson náði að minnka muninn átta mínútum síðar. Hrafn Guðmundsson sá til þess að KFA færi með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn og reyndist það mikilvægt því Sigurður Hrannar Þorsteinsson náði að klóra í bakkann fyrir Hauka þegar hálftími var eftir.
Það var síðasta mark leiksins og fagnaði KFA flottum sigri. Liðið er með 20 stig í 8. sæti en Haukar í 4. sæti með 24 stig.
KFA Danny El-Hage (m), Unnar Ari Hansson, Matheus Bissi Da Silva (6'), Geir Sigurbjörn Ómarsson (76'), Arkadiusz Jan Grzelak, Imanol Vergara Gonzalez (76'), Marteinn Már Sverrisson (85'), Þór Sigurjónsson, Heiðar Snær Ragnarsson, Jawed Abd El Resak Boumeddane, Hrafn Guðmundsson
Varamenn Eggert Gunnþór Jónsson (76'), Birkir Ingi Óskarsson (6'), Ólafur Bernharð Hallgrímsson (76'), Arnór Berg Grétarsson, Javier Montserrat Munoz (85'), Nenni Þór Guðmundsson, Milan Jelovac (m)
Haukar Sveinn Óli Guðnason (m), Ísak Jónsson (87'), Fannar Óli Friðleifsson, Máni Mar Steinbjörnsson, Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Kostiantyn Iaroshenko (65'), Tómas Atli Björgvinsson (35'), Daníel Smári Sigurðsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hallur Húni Þorsteinsson (46'), Óliver Þorkelsson (46')
Varamenn Eiríkur Örn Beck (35), Haukur Darri Pálsson (87), Daði Snær Ingason (65), Andri Steinn Ingvarsson (46), Óliver Steinar Guðmundsson, Alexander Aron Tómasson (46), Þorsteinn Ómar Ágústsson (m)
Dalvík/Reynir 0 - 1 Grótta
0-1 Kristófer Dan Þórðarson ('40 )
Rautt spjald: ,Valdimar Daði Sævarsson , Grótta ('91)Tómas Þórðarson , Dalvík/Reynir ('91)
Grótta náði í 1-0 útisigur gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkur-velli og var það Kristófer Dan Þórðarson sem skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.
Undir lok leiks fengu Valdimar Daði Sævarsson, leikmaður Gróttu, og Tómas Þórðarson, leikmaður Dalvíkur/Reynis, báðir að líta rauða spjaldið. Valdimar sá annað gula en Tómas fékk beint rautt.
Dalvík/Reynir er í öðru sæti með 26 stig en nú er Grótta komin upp að hlið þeirra, en með slakari markatölu.
Dalvík/Reynir Auðunn Ingi Valtýsson (m), Þröstur Mikael Jónasson, Hákon Atli Aðalsteinsson (77'), Miguel Joao De Freitas Goncalves, Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso (82'), Borja Lopez Laguna, Nikola Kristinn Stojanovic (77'), Rúnar Helgi Björnsson, Áki Sölvason (77'), Aron Máni Sverrisson (28'), Sævar Þór Fylkisson
Varamenn Remi Marie Emeriau (77'), Sindri Sigurðarson (77'), Alex Máni Gærdbo Garðarsson (28'), Bjarmi Fannar Óskarsson (82'), Tómas Þórðarson (77'), Hjörtur Freyr Ævarsson, Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
Grótta Alexander Arnarsson (m), Kristófer Melsted, Dagur Bjarkason, Patrik Orri Pétursson, Marciano Aziz, Valdimar Daði Sævarsson, Caden Robert McLagan, Björgvin Brimi Andrésson (71'), Grímur Ingi Jakobsson, Kristófer Dan Þórðarson, Andri Freyr Jónasson (77')
Varamenn Axel Sigurðarson (71), Björgvin Stefánsson (77), Einar Tómas Sveinbjarnarson, Benedikt Aron Albertsson, Halldór Hilmir Thorsteinson, Hrannar Ingi Magnússon, Patrekur Ingi Þorsteinsson (m)
Víðir 2 - 2 Höttur/Huginn
1-0 David Toro Jimenez ('7 )
2-0 Valur Þór Hákonarson ('19 )
2-1 Danilo Milenkovic ('49 )
2-2 Genis Arrastraria Caballe ('76 , Mark úr víti)
Víðir og Höttur/Huginn skildu jöfn, 2-2, í botnslag deildarinnar á Nesfisk-vellinum.
Víðismenn komust í 2-0 forystu á fyrstu nítján mínútunum þökk sé David Toro Jimenez og Val Þór Hákonarsyni, en köstuðu forystunni frá sér í þeim síðari.
Danilo Milenkovic skoraði fyrir gestina á 49. mínútu áður en Genis Caballe jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Höttur/Huginn er í næst neðsta sæti með 13 stig en Víðir áfram á botninum með 9 stig
Víðir Joaquin Ketlun Sinigaglia, Hammed Obafemi Lawal (64'), Alexis Alexandrenne, David Toro Jimenez, Uros Jemovic, Valur Þór Hákonarson (64'), Haraldur Smári Ingason (84'), Erlendur Guðnason (56'), Dominic Lee Briggs, Cameron Michael Briggs, Pablo Castiello Montes
Varamenn Ottó Helgason (84'), Markús Máni Jónsson (56'), Tómas Freyr Jónsson, Cristovao A. F. Da S. Martins (64'), Aron Örn Hákonarson, Róbert William G. Bagguley, Angel Rodriguez Malo Paredes (64')
Höttur/Huginn Gerard Tomas Iborra (m), André Musa Solórzano Abed, Genis Arrastraria Caballe, Rafael Llop Caballe (70'), Danilo Milenkovic, Valdimar Brimir Hilmarsson (88'), Þórhallur Ási Aðalsteinsson (88'), Bjarki Fannar Helgason, Eyþór Magnússon, Sæþór Ívan Viðarsson (56'), Kristján Jakob Ásgrímsson
Varamenn Sæbjörn Guðlaugsson (56), Kristófer Bjarki Hafþórsson, Árni Veigar Árnason (88), Bjarki Nóel Brynjarsson (88), Ívar Logi Jóhannsson (70), Kristófer Máni Sigurðsson
Ægir 4 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Atli Rafn Guðbjartsson ('11 )
1-1 Luis Alberto Diez Ocerin ('21 )
2-1 Baptiste Gateau ('50 )
3-1 Jordan Adeyemo ('60 )
3-2 Atli Rafn Guðbjartsson ('71 , Sjálfsmark)
4-2 Jordan Adeyemo ('88 )
Úrslitin í umferðinni komu sér vel fyrir Ægismenn sem unnu 4-2 sigur á Víkingi Ó.
Tap Dalvíkur/Reynis þýddi það að Ægir gat náð sex stiga forystu á toppnum og ætluðu Ægismenn svo sannarlega ekki að láta það renna sér úr greipum.
Atli Rafn Guðbjartsson skoraði snemma leiks en Luis Ocerin jafnaði tíu mínútum síðar.
Ægir tókst að koma sér í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik með mörkum frá Baptiste Gateau og Jordan ADeyemo áður en Atli Rafn setti boltann í eigið net.
Það kom ekki að sök því Adeyemo, sem hefur verið sjóðandi heitur síðan hann kom til Ægis, skoraði annað mark sitt og um leið hans 14. í deildinni á tímabilinu til að tryggja sigurinn.
Ægir er með 32 stig á toppnum á meðan Víkingur Ó. er í 7. sæti með 22 stig.
Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Atli Rafn Guðbjartsson (89'), Jordan Adeyemo, Dimitrije Cokic (78'), Einar Breki Sverrisson, Ivan Rodrigo Moran Blanco, Benedikt Darri Gunnarsson (81'), Daníel Karl Þrastarson (89'), Baptiste Gateau, Bjarki Rúnar Jónínuson (46')
Varamenn Anton Breki Viktorsson (81'), Bilal Kamal (89'), Aron Daníel Arnalds (89'), Elvar Orri Sigurbjörnsson, Guðmundur Stefánsson (26'), Kristján Daði Runólfsson (78'), Aron Óskar Þorleifsson (m)
Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Daði Kárason, Gabriel Þór Þórðarson, Ivan Lopez Cristobal (64'), Luke Williams (57'), Kristófer Áki Hlinason, Hektor Bergmann Garðarsson (64'), Luis Romero Jorge, Luis Alberto Diez Ocerin, Asmer Begic (64'), Kwame Quee
Varamenn Ingvar Freyr Þorsteinsson, Brynjar Óttar Jóhannsson, Björn Darri Ásmundsson (64), Ingólfur Sigurðsson (57), Björn Henry Kristjánsson (64), Ellert Gauti Heiðarsson (64), Kristall Blær Barkarson (m)
KFG 4 - 3 Þróttur V.
0-1 Hreinn Ingi Örnólfsson ('14 )
1-1 Djordje Biberdzic ('20 )
2-1 Kristján Ólafsson ('22 )
2-2 Jón Jökull Hjaltason ('43 )
3-2 Djordje Biberdzic ('67 , Mark úr víti)
4-2 Magnús Andri Ólafsson ('71 )
4-3 Rúnar Ingi Eysteinsson ('73 )
Rautt spjald: ,Hreinn Ingi Örnólfsson , Þróttur V. ('66)Eyþór Orri Ómarsson , Þróttur V. ('90)
KFG vann níu leikmenn Þróttar V. 4-3 í markaleik á Samsung-vellinum.
Vogamenn tóku forystuna á 14. mínútu en KFG tókst að snúa stöðunni sér í hag með mörkum frá Djordje Biberdzic og Kristjáni Ólafssyni.
Jón Jökull Hjaltason setti boltann í net KFG-manna áður en hálfleikurinn var úti og því allt jafnt þegar gengið var til búningsherbergja.
Hreinn Ingi Örnólfsson sá rauða spjaldið í liði Vogamanna á 66. mínútu og vont versnaði þegar Djordje kom KFG yfir með marki úr vítaspyrnu tæpri mínútu síðar.
Magnús Andri Ólafsson kom KFG í þægilega stöðu með fjórða markinu á 71. mínútu en Rúnar Ingi Eysteinsson hélt leiknum á lífi með því að skora tveimur mínútum síðar.
Í uppbótartíma sá Eyþór Orri Ómarsson rauða spjaldið hjá Vogamönnum sem kláruðu leikinn með níu leikmenn inn á vellinum.
KFG er í 9. sæti með 19 stig en Vogamenn í 4. sæti með 26 stig og nú sex stigum frá toppnum.
KFG Guðmundur Rafn Ingason (m), Helgi Snær Agnarsson, Róbert Kolbeins Þórarinsson, Benedikt Pálmason, Magnús Andri Ólafsson, Kristján Ólafsson (68'), Jóhannes Breki Harðarson (85'), Daníel Darri Þorkelsson, Adrían Baarregaard Valencia, Djordje Biberdzic (85'), Jökull Sveinsson
Varamenn Stefán Alex Ríkarðsson (85'), Tómas Orri Almarsson (85'), Atli Freyr Þorleifsson, Kári Vilberg Atlason, Dagur Óli Grétarsson, Eyþór Örn Eyþórsson (68')
Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Guðni Sigþórsson, Auðun Gauti Auðunsson, Hreinn Ingi Örnólfsson, Jón Veigar Kristjánsson, Jón Jökull Hjaltason (79'), Jóhannes Karl Bárðarson, Franz Bergmann Heimisson (58'), Almar Máni Þórisson (72'), Rúnar Ingi Eysteinsson, Kostiantyn Pikul
Varamenn Hilmar Starri Hilmarsson, Anton Breki Óskarsson, Eyþór Orri Ómarsson (79), Eiður Baldvin Baldvinsson, Ásgeir Marteinsson (58), Birgir Halldórsson (72), Rökkvi Rafn Agnesarson (m)
Kári 2 - 3 Kormákur/Hvöt
0-1 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('18 )
0-2 Goran Potkozarac ('43 )
1-2 Börkur Bernharð Sigmundsson ('72 )
1-3 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('76 )
2-3 Sigurjón Logi Bergþórsson ('90 )
Kormákur/Hvöt vann áttunda leik sinn á tímabilinu er liðið lagði Kára að velli, 3-2, í Akraneshöllinni.
Abdelhadi El Bouzarrari og Goran Potkozarac komu gestunum í 2-0 og fóru þeir með þá forystu inn í hálfleikinn en það lifnaði aftur yfir leiknum á síðustu tuttugu mínútunum.
Börkur Bernharð Sigmundsson skoraði fyrir Kára á 72. mínútu, en Abdelhadi svaraði með þriðja marki Kormáks/Hvatar fjórum mínútum síðar.
Sigurjón Logi Bergþósson náði að setja smá spennu í leikinn með marki undir lok leiks, en lengra komust Káramenn ekki og var það Kormákur/Hvöt sem fór með sigur af hólmi.
Kormákur/Hvöt er með 24 stig í 6. sæti en Kári í 10. sæti með 15 stig.
Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Marinó Hilmar Ásgeirsson (85'), Benjamín Mehic, Axel Freyr Ívarsson, Marteinn Theodórsson (57'), Birkir Hrafn Samúelsson, Sveinn Svavar Hallgrímsson (69'), Oskar Wasilewski, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (85'), Matthías Daði Gunnarsson (85'), Börkur Bernharð Sigmundsson
Varamenn Gísli Fannar Ottesen (85'), Sigurjón Logi Bergþórsson (57'), Mikael Hrafn Helgason (69'), Jón Þór Finnbogason (85'), Kristian Mar Marenarson (85'), Kasper Úlfarsson (m)
Kormákur/Hvöt Simon Zupancic (m), Sigurður Pétur Stefánsson, Papa Diounkou Tecagne, Federico Ignacio Russo Anzola, Helistano Ciro Manga, Bocar Djumo (89'), Jón Gísli Stefánsson, Moussa Ismael Sidibe Brou (80'), Goran Potkozarac (83'), Abdelhadi Khalok El Bouzarrari (89'), Juan Carlos Dominguez Requena
Varamenn Dominic Louis Furness, Kristinn Bjarni Andrason (80), Sergio Francisco Oulu, Arnór Ágúst Sindrason (89), Indriði Ketilsson (83), Stefán Freyr Jónsson (89)
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 15 | 10 | 2 | 3 | 44 - 24 | +20 | 32 |
2. Dalvík/Reynir | 15 | 8 | 2 | 5 | 26 - 14 | +12 | 26 |
3. Grótta | 15 | 7 | 5 | 3 | 24 - 16 | +8 | 26 |
4. Þróttur V. | 15 | 8 | 2 | 5 | 22 - 18 | +4 | 26 |
5. Haukar | 15 | 7 | 3 | 5 | 28 - 24 | +4 | 24 |
6. Kormákur/Hvöt | 15 | 8 | 0 | 7 | 24 - 27 | -3 | 24 |
7. Víkingur Ó. | 15 | 6 | 4 | 5 | 30 - 25 | +5 | 22 |
8. KFA | 15 | 6 | 2 | 7 | 37 - 35 | +2 | 20 |
9. KFG | 15 | 6 | 1 | 8 | 27 - 35 | -8 | 19 |
10. Kári | 15 | 5 | 0 | 10 | 19 - 36 | -17 | 15 |
11. Höttur/Huginn | 15 | 3 | 4 | 8 | 20 - 35 | -15 | 13 |
12. Víðir | 15 | 2 | 3 | 10 | 17 - 29 | -12 | 9 |
Athugasemdir