Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 30. ágúst 2023 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Kjartan ráðinn til Breiðabliks - Fjögur sem stýra liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er búið að staðfesta ráðningu á tveimur nýjum þjálfurum fyrir meistaraflokk kvenna, sem munu stýra liðinu út tímabilið ásamt Ólafi Péturssyni og Ana Victoria Cate.


Kjartan Stefánsson og Gunnleifur Gunnleifsson hafa verið ráðnir og munu því fjórar manneskjur stýra meistaraflokki Breiðabliks saman í úrslitakeppninni.

Það er enginn aðstoðarþjálfari hjá liðinu eftir að Kristófer Sigurgeirsson óskaði eftir því í gær að láta af störfum. Hann gerði það í kjölfar þess að Ásmundi Arnarsyni var sagt upp.

Kjartan hefur á undanförnum árum þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Fylki og Haukum og mun hann taka við ungu liði Augnabliks af Kristrúnu Lilju Daðadóttur eftir tímabilið. Augnablik er fallið úr Lengjudeild kvenna og mun því leika í 2. deildinni næsta sumar.

Gunnleifur er goðsögn hjá Breiðabliki þar sem hann á aragrúa af leikjum að baki fyrir félagið og bar hann fyrirliðabandið í nokkur ár. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka Blika á undanförnum árum og er tilbúinn fyrir næsta skref á þjálfaraferlinum.

„Breiðablik býður nýtt þjálfarateymi velkomið til starfa og hlökkum til samstarfsins. Framundan er úrslitakeppnin í Bestu deildinni og þar mun Breiðablik mæta til leiks af fullum krafti," segir meðal annars í tilkynningu frá stórveldinu úr Kópavogi.


Athugasemdir
banner
banner
banner