Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. september 2021 09:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Víkingur hefur lagt fram tilboð í Birni Snæ
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í íslenska slúðurpakkanum var sagt að nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings væru með Birni Snæ Ingason, leikmann HK, á sínum óskalista.

Arnar Gunnlaugsson hefur nú staðfest að Víkingar séu búnir að leggja fram tilboð í Birni. Arnar hefur lengi verið hrifinn af leikmanninum og reyndi einnig að fá hann í sumarglugganum.

Arnar fór í viðtal við Dagmál, vefsjónvarpsþátt Morgunblaðsins en viðtalið verður birt á morgun.

Birn­ir, sem verður 25 ára í desember, skoraði sex mörk í 21 leik í Pepsi Max-deildinni í sum­ar. HK-ingar enduðu í ellefta sæti og féllu í lokaumferð mótsins.

Birnir er uppalinn hjá Fjölni en hefur einnig leikið fyrir Val. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir óstöðugleika á sínum ferli en þegar hann er í gírnum er þessi stórskemmtilegi sóknarleikmaður illviðráðanlegur.
Athugasemdir
banner
banner