Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 30. september 2022 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að láta Óla Jó og Helga vita að þeir verði ekki áfram
Óli Jó og Helgi.
Óli Jó og Helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson og Helgi Sigurðsson hafa báðir fengið þau tíðindi að þeir verði ekki áfram þjálfarar Vals á næstu leiktíð.

Haraldur Árni Hróðmarsson, sem hefur einnig verið í teyminu, verður heldur ekki áfram á næsta tímabili en það er óvíst með markvarðarþjálfarann Kjartan Sturluson.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net, en Arnar Grétarsson er að taka við stjórn liðsins. Hann var látinn fara frá KA um daginn eftir að hann náði munnlegu samkomulagi við annað félag en það félag er Valur.

Þetta hefur verið mikið vonbrigðartímabil hjá Val en liðið er í fjórða sæti Bestu deildarinnar þegar úrslitakeppnin er að hefjast. Ólafur tók við á miðju tímabili eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn.

Ólafur Jó og Helgi munu klára tímabilið með Val en svo tekur Arnar við með sitt teymi.

Næsti leikur Vals er gegn Víkingi á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner