Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 30. september 2022 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Luton hafði betur í Hull - Stjórinn nýrekinn

Hull City 0 - 2 Luton Town
0-1 Alfie Jones ('6, sjálfsmark)
0-2 Henri Lansbury ('44)


Luton Town gerði flotta hluti á síðustu leiktíð í Championship deildinni og ætlar sér aftur í umspilið í ár. Liðið hefur farið vel af stað og vann góðan sigur á Hull City í kvöld.

Luton tók forystuna snemma leiks þegar Alfie Jones setti boltann í eigið net. Henri Lansbury, fyrrum leikmaður Arsenal og Aston Villa, tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik þar sem heimamenn héldu boltanum vel innan liðsins en áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta varnarmúr Luton á bak aftur. Gestirnir frá Luton beittu hættulegum skyndisóknum og verðskulduðu sigurinn. Hull átti ellefu marktilraunir en engin þeirra hæfði rammann.

Luton er með 16 stig eftir 11 umferðir á meðan Hull er aðeins með 11 stig eftir fimm tapleiki í röð.

Hull er án stjóra eftir að hafa rekið Shota Arveladze úr starfi í morgun.

Sjá einnig:
Hull rekur stjórann á leikdegi


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 23 11 4 76 25 +51 80
2 Sheffield Utd 38 25 7 6 53 28 +25 80
3 Burnley 38 21 15 2 52 11 +41 78
4 Sunderland 38 19 12 7 55 37 +18 69
5 Coventry 38 17 8 13 55 48 +7 59
6 West Brom 38 13 18 7 48 34 +14 57
7 Bristol City 38 14 15 9 49 41 +8 57
8 Middlesbrough 38 15 9 14 57 48 +9 54
9 Blackburn 38 15 7 16 42 40 +2 52
10 Watford 38 15 7 16 47 51 -4 52
11 Millwall 38 13 12 13 37 39 -2 51
12 Sheff Wed 38 14 9 15 53 59 -6 51
13 Norwich 38 12 13 13 60 54 +6 49
14 Preston NE 38 10 17 11 39 44 -5 47
15 QPR 38 11 12 15 44 50 -6 45
16 Swansea 38 12 8 18 38 49 -11 44
17 Portsmouth 38 11 9 18 46 61 -15 42
18 Oxford United 38 10 12 16 39 55 -16 42
19 Hull City 38 10 11 17 39 47 -8 41
20 Stoke City 38 9 12 17 37 51 -14 39
21 Cardiff City 38 9 12 17 42 62 -20 39
22 Derby County 38 10 8 20 40 51 -11 38
23 Luton 38 9 8 21 34 60 -26 35
24 Plymouth 38 7 12 19 40 77 -37 33
Athugasemdir
banner
banner
banner