Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   mán 30. september 2024 20:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mane og Ronaldo skoruðu í Meistaradeildinni - Mahrez skoraði gegn Milos
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo og Sadio Mane voru á skotskónum fyrir Al-Nassr þegar liðið lagði Al Rayyan frá Katar í Meistaradeild Asíu í kvöld.


Mane kom liðinu yfir í uppbótatíma í fyrri hálfleik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf.

Snemma í seinni hálfleik kom Ronaldo boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bætti upp fyrir það og skoraði löglegt mark þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Al Rayyan tókst að klóra í bakkann en þar við sat, 2-1 sigur Al-Nassr staðreynd.

Riyad Mahrez kom Al-Ahli yfir snemma leiks gegn Al Wasl frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Milos Milojevic er stjóri Al Wasl. Mahrez lagði upp annað mark liðsins fyrir Ibanez og lokatölur 2-0. Ivan Toney var tekinn af velli undir lok leiksins fyrir Roberto Firmino.


Athugasemdir
banner
banner
banner