Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. október 2020 20:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Eiríksson: Maður fær svo sannarlega að kenna á ósanngirni í dag
Vill skoða að fjölga í deildinni
Úr leik FH í sumar.
Úr leik FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Gríðarleg vonbrigði. Maður er hálfdofinn, lífið er ekki alltaf sanngjarnt og maður fær svo sannarlega að kenna á ósanngirni í dag. Þetta eru erfið tíðindi, eitthvað sem var búið að hanga í loftinu en alltaf þorði maður að vona að það myndi ekki koma til þessa sem varð raunin í dag," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari kvennaliðs FH, spurður út í líðanina í kjölfar ákvörðunnar KSÍ að slaufa Íslandsmótinu í dag.

FH endar í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, stigi frá öruggu sæti. „Ég skil vel að það sé verið að taka þessa ákvörðun og það er þannig að FH-liðið er eitt af þessum liðum sem er ekki réttum megin við línuna."

„Þegar það er ekki búið að klára mót, sérstaklega eins og í Pepsi Max-deild kvenna, þá er staðan þannig að þá eftir að klára ýmis mál. Það er það mikil óvissa og pakkinn er það þéttur og að þetta sé niðurstaðan er gífurleg vonbrigði."


Býst Guðni við því að FH verði í næstefstu deild á komandi leiktíð eða telur hann að reynt verði að fá í gegn fjölgun liða í efstu deild sökum þessara fordæmalausu tíma?

„Mér finnst þetta sé tímapunkturinn til að láta á það reyna að fjölga í tólf liða deild eins og karlarnir spila. Mér finnst það liggja við að sjá hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því. Að skoða það út í ystu æsar finnst mér það sanngjarnasta í stöðunni."

Hefði mátt vera meiri sveigjanleiki á lokadagsetningu mótsins? KSÍ setti fram dagsetninguna 1. desember sem lokadagsetninguna til að klára mótið.

„Já mér finnst það hefði mátt skoða þessar dagsetningar og jafnvel spila áfram eftir áramót. Ég tel að það hefði veirð skynsemi í því að hafa aðeins víðari ramma en til 1. desember. Til þess að eyða þessari ósanngirni, það eru allir sammála um það að þetta er ekki sanngjarnt, en maður spyr sig af hverju?"

„Þarf maður að bíta í þetta súra epli, er það málið? Þetta eru tilfinningarnar sem maður er að upplifa núna. Maður er bara gríðarlega svekktur og maður sér aðra möguleika sem hefðu verið í stöðunni. Mér finnst eðlilegt og sanngjarnt að það sé skoðað að fjölga liðum,"
sagði Guðni að lokum.
Athugasemdir
banner