Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 19:51
Brynjar Ingi Erluson
U17: Glæsilegur sigur í fyrsta leik
Icelandair
U17 fer vel af stað í undankeppni EM
U17 fer vel af stað í undankeppni EM
Mynd: KSÍ
U17 Ísland 4 - 1 U17 Norður-Makedónía
0-1 Guðmar Gauti Sævarsson ('30 )
0-2 Gunnar Orri Olsen ('36 )
0-3 Tómas Óli Kristjánsson ('62 )
0-4 Viktor Bjarki Daðason ('70 )

Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann sannfærandi 4-1 sigur á Norður-Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins.

Riðillinn er spilaður hér á landi og fara allir leikirnir fram á AVIS-vellinum í Laugardal.

Guðmar Gauti Sævarsson og Gunnar Orri Olsen sáu til þess að Ísland færi með 2-0 forystu inn í hálfleikinn og þá bættu þeir Tómas Óli Kristjánsson og Viktor Bjarki Daðason við tveimur mörkum í þeim síðari.

Ivo Markovski gerði eina mark gestanna í uppbótartíma. Góð byrjun hjá Íslandi sem mætir næst Eistlandi á laugardag áður en það spilar lokaleik sinn í riðlinum við Spán.

Spánverjar náðu einnig í sigur í fyrsta leik en liðið valtaði yfir Eistland, 4-0.
Athugasemdir
banner
banner