Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. nóvember 2019 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Betra fyrir England að lenda í öðru sæti í riðli sínum?
Englendingar eru í D-riðli.
Englendingar eru í D-riðli.
Mynd: Getty Images
Það var dregið í riðla fyrir EM 2020 í dag og er Ísland, ef við komumst á mótið, í gríðarlega erfiðum riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal.

Þýskaland varð Heimsmeistari 2014, Frakkland Heimsmeistari í fyrra og Portúgal Evrópumeistari 2016.

Það er athyglisvert að skoða það, þegar kemur að 16-liða úrslitunum, að sigurvegarinn úr D-riðlinum mun mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, dauðariðlinum, sem Íslendingar fara í ef þeir komast í gegnum umspilið.

Í D-riðli eru: England, Króatía, Tékkland og það lið sem vinnur C-umspilið.

Ísland og England mættust í 16-liða úrslitunum á EM 2016 og þá vann Ísland mjög svo eftirminnilegan sigur.

Því er slegið fram í textalýsingu á BBC hvort það sé jafnvel betra fyrir England að lenda í öðru sæti í sínum riðli. Ef England lendir í öðru sæti verður mótherjinn liðið sem lendir í öðru sæti í E-riðli. Í E-riðli eru: Spánn, Svíþjóð og Pólland.

Yrði betra fyrir England að lenda í öðru sæti?
Athugasemdir
banner
banner