Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Munaði 33 stigum á Lewandowski og Messi
Lionel Messi vann með 33 stigum
Lionel Messi vann með 33 stigum
Mynd: EPA
Lionel Messi vann gullknöttinn í sjöunda sinn á ferlinum á verðlaunahátíð France Football í París í gær en hann fékk 613 stig. Robert Lewandowski kom næstur með 580 stig.

Messi fékk verðlaunin fyrir frammistöðu hans með Barcelona og argentínska landsliðinu en hann vann spænska bikarinn með Börsungum og náði þá í fyrsta titilinn með Argentínu er liðið vann Suður-Ameríkubikarinn í sumar.

Lewandowski hefur skorað 53 mörk í öllum keppnum með Bayern München á þessari leiktíð og var verðskuldaður sigurvegari á síðasta ári en Ballon d'Or var aflýst vegna Covid-19.

Messi hafði betur í ár en þó munaði aðeins 33 stigum á þeim tveimur. Jorginho kom í þriðja með 460 stig og Karim Benzema í fjórða með 239 stig. Cristiano Ronaldo fékk aðeins 178 stig og var í 6. sæti og þá var Kylian Mbappe í 9. sæti með 58 stig.


Athugasemdir
banner
banner