Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 30. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Onana eyðilagður yfir úrslitunum
Mynd: EPA
Kamerúnski markvörðurinn André Onana var auðsjáanlega eyðilagður yfir 3-3 jafnteflinu hjá Manchester United og Galatasaray í Meistaradeildinni í gær, en hann gæti hafa kostað lið sitt sæti í 16-liða úrslitum.

Onana, sem kom til United frá Inter í sumar, hefur átt erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili sínu með United.

Hann hefur gerst sekur um nokkur slæm mistök í mikilvægum leikjum á tímabilinu.

Í gær kostaði hann liðið. Hann var illa staðsettur í fyrsta aukaspyrnumarki Galatasaray og í öðru markinu missti hann boltann inn í eigið net. Þá má setja spurningarmerki við það hvort hann hefði átt að gera betur í jöfnunarmarki tyrkneska liðsins.

Eftir leikinn virtist Onana eyðilagður og greinilega óánægður með eigin frammistöðu eins og sjá má hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner