Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Doherty á leið til Atletico Madrid - Porro flaug til Englands
Mynd: Getty Images
Matt Doherty, bakvörður Tottenham, er að ganga í raðir Atletico Madrid á láni. Doherty hefur verið annar kostur í stöðu hægri vængbakvarðar á tímabilinu og þar sem Tottenham ætlar sér að fá Pedro Porro frá Sporting verður Doherty líklega þriðji kostur.

Því var talið betra fyrir hann að halda annað þar sem meiri líkur væri á mínútum á vellinum.

Ekkert kaupákvæði fylgir lánssamningnum. Doherty er 31 árs Íri sem kom frá Wolves til Tottenham sumarið 2020.

Tottenham mun greiða Sporting um 39-42 milljónir punda fyrir Porro sem er mættur til London og í leið í læknisskoðun. Ekki er þó búið að ganga frá öllum lausum endum varðandi skipti hans til Tottenham en kaupin ættu þó að ganga í gegn fyrir lok gluggans. Porro kæmi á láni fyrsta hálfa árið en Tottenham verður svo að kaupa hann í sumar.

Sporting er að fá Hector Bellerin frá Barcelona til að fylla í skarð Porro.
Athugasemdir
banner
banner