Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 11:17
Elvar Geir Magnússon
Pepe Reina fékk veiruna og gat ekki andað: Óttaðist um líf mitt
Pepe Reina.
Pepe Reina.
Mynd: Getty Images
Pepe Reina, markvörður Aston Villa, segist hafa óttast um líf sitt þegar hann fékk kórónaveiruna. Reina átti erfitt með að anda.

„Ég er búinn að sigrast á þessari veiru. Erfiðasta stundin var þegar ég náði ekki að anda, í 25 mínútur átti ég í vandræðum með að fá súrefni. Það var versta stund lífs míns," segir þessi reynslumikli markvörður.

„Ég var mjög þreyttur þegar ég fann fyrstu einkenni veirunnar. Ég var með hita, þurran hósta og stöðugan hausverk. Ég var örmagna."

„Hræðslan kom þó þegar ég náði ekki að anda, það var eins og skyndilega hefði hálsinum verið lokað."

Reina er 37 ára Spánverji sem er hjá Villa á láni frá AC Milan.

„Fótboltinn er aukaatriði núna. Mér er í raun alveg sama um fótboltann núna. Ég styð það að við spilum aftur þegar aðstæður eru góðar og allir eru öryggir. Það er ekki mikilvægt að klára deildirnar. Í dag er heilsa fólks númer eitt," segir Reina.
Athugasemdir
banner