Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kristín snýr aftur í lið Grindavíkur eftir erfið meiðsli
Kristín Anítudóttir McMillan
Kristín Anítudóttir McMillan
Mynd: Grindavík
Kristín Anítudóttir McMIllan hefur framlengt samning sinn við Grindavík til ársins 2022 en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kristín er fædd árið 2000 og uppalin í Grindavík en hún á að baki 46 leiki og 3 mörk fyrir liðið í deild- og bikar.

Hún spilaði ellefu leiki í Pepsi-deildinni árið 2017 en hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli síðustu ár og ekki getað verið með.

Kristín hefur hins vegar framlengt samning sinn við Grindavík og verður því með liðinu í sumar.

Grindavík spilar í Lengjudeildinni í sumar en liðið vann 2. deildina á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner