Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 31. mars 2024 16:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Dovbyk með tvennu í dramatískum sigri Girona
Mynd: EPA

Spútník lið Girona er enn í hörku toppbaráttu eftir dramatískan sigur á Real Betis í dag.


Úkraínski landsliðsmaðurinn Artem Dovbyk skoraði tvö mörk en staðan var 2-2 allt fram i uppbótatíma þegar Cristhian Stuani gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið fyrir Girona.

Girona er þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Barcelona og sjö stigum á eftir Real Madrid.

Fyrr í dag gerðu Celta Vigo og Rayo Vallecano markalaust jafntefli í botnbaráttunni.

Celta 0 - 0 Rayo Vallecano

Girona 3 - 2 Betis
1-0 Artem Dovbyk ('36 , víti)
1-1 Willian Jose ('45 )
2-1 Artem Dovbyk ('65 )
2-2 Willian Jose ('76 )
3-2 Christian Stuani ('90 )


Athugasemdir
banner
banner