Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   mán 31. mars 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Fimm leikmenn sem Gulli Jóns er sérstaklega spenntur fyrir
Gunnlaugur Jónsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson.
Gunnlaugur Jónsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson mætti í útvarpsþáttinn Fótboti.net og hitaði upp fyrir Bestu deild karla sem fer af stað á laugardaginn.

Gunnlaugur fékk það verkefni að velja fimm leikmenn í deildinni sem hann er sérstaklega spenntur fyrir.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Anton Logi Lúðvíksson - Breiðablik
22 ára miðjumaður sem er kominn aftur frá Noregi. Mér finnst hann geggjaður miðjumaður með sýn og þroska sem maður sér ekki hjá þetta ungum leikmanni. Þetta ár í Noregi hefur örugglega kennt honum mikið og þakið er hátt til að ná næsta skrefi og komast aftur út. Það er hrikalega spennandi fyrir Blikana að hann sé kominn til baka og spennandi að sjá hann á miðjunni með Höskuldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Kári Halldórsson - FH
Ég las viðtal við hann eftir að hann hafnaði Val og hann virtist bara peppa við þetta. Ég heyri í kringum mig að hann sé á fáránlega góðu róli í þessu liði. Fyrir það að hafa hafnað Val og haldið tryggð við FH þá er hann dýrkaður í Kaplakrika. Hann er maðurinn sem fólk horfir til. Verður 22 ára á árinu og er heldur betur spennandi leikmaður á ferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Nítján ára. Var geggjaður í öðrum U21 landsleiknum. 'Teig í teig' miðjumaður með þessa ofboðslegu hlaupagetu. Það er oft minnst á þetta fræga viðtal við Höskuld þar sem hann talar um að það hafi verið 'hreint helvíti' að spila á móti honum. Hann hafi verið eins og býfluga á sér allan leikinn. Haukur er með varnarleikinn í lagi og er með þessa ofboðslegu hlaupagetu þar sem hann getur komið sér í teiginn, skorað og lagt upp. Hann er einn af fyrstu mönnum á blað hjá ÍA myndi ég halda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Sigurðarson - KR
Nýr fyrirliði KR. Það mun mikið mæða á þeim leikmanni að leiða þetta lið og þennan breytta leikstíl. Við sáum glefsur af því síðasta sumar hvað hann getur og svo er spurning hvort strúktúrinn varnarlega séð verði nægilega góður svo hann fái enn frekar að blómstra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Gylfi Þór Sigurðsson - Víkingur
Stóra stjarnan í þessu móti okkar. Kominn í betra lið, meiri strúktúr. Hans hæfileikar ættu að geta notið sín betur. Við sáum það í þessum stóru leikjum í fyrra, gegn Víkingi og Breiðablik, hvað hann er góður. Það voru meiðsli á honum í undirbúningstímabilinu í fyrra en ef heilsan er góð þá á hann bara að taka yfir þessa deild. Sölvi Geir Ottesen var sérfræðingur landsliðsins í föstum leikatriðum og er núna með Gylfa til að setja upp hornspyrnur og aukaspyrnur.
Útvarpsþátturinn - A&B, vika í Bestu og Dóri Árna
Athugasemdir
banner
banner
banner