Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 31. maí 2020 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns: Við vorum klaufar
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var brattur eftir æfingaleik sem endaði með 3-3 jafntefli gegn Breiðablik í dag en Valur og Breiðablik áttust við í hörkuleik á Kópavogsvelli. Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna en Patrcik Pedersen gerði hin tvö. Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk Blika en Kwame Quee jafnaði leikinn á lokamínútu leiksins með flottu marki sláin inn.

" Við vorum klaufar þarna í lokin, við hefðum mátt vera klókari og drepa leikinn og koma þessu í hús en mér fannst þetta vera fínn leikur, skemmtilegur leikur, fullt af færum og sex mörk, það er jákvætt. " Sagði Heimir eftir þennan skemmtilega æfingaleik.

" Maður er alltaf að spá í þetta en þetta voru þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu í dag svo eigum við eftir að spila einn leik við Fylki á föstudaginn áður en að mótið byrjar en við erum líka að leyfa mönnum að spila og passa upp á meiðsli." Hafði Heimir að segja varðandi hvort byrjunarliðið í dag væri liðið sem hann ætlar að nota í sumar.

" Við erum ekki að fara lána neina eins og staðan er, það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið að reyna en það hefur bara ekki neitt gengið en eins og staðan er núna eru allar líkur á því að þetta verði liðið sem byrjar Íslandsmótið fyrir Val." Sagði Heimir varðandi leikmannamál Valsmanna.

Valur spilar æfingaleik við Fylki á föstudaginn n.k. áður en þeir fá ríkjandi Íslandsmeistara og erkifjendur sína í KR í heimsókn á Origo völlinn þann 13. júní í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Viðtalið við Heimi má sjá hér fyrir ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner