Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
   sun 31. maí 2020 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns: Við vorum klaufar
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var brattur eftir æfingaleik sem endaði með 3-3 jafntefli gegn Breiðablik í dag en Valur og Breiðablik áttust við í hörkuleik á Kópavogsvelli. Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna en Patrcik Pedersen gerði hin tvö. Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk Blika en Kwame Quee jafnaði leikinn á lokamínútu leiksins með flottu marki sláin inn.

" Við vorum klaufar þarna í lokin, við hefðum mátt vera klókari og drepa leikinn og koma þessu í hús en mér fannst þetta vera fínn leikur, skemmtilegur leikur, fullt af færum og sex mörk, það er jákvætt. " Sagði Heimir eftir þennan skemmtilega æfingaleik.

" Maður er alltaf að spá í þetta en þetta voru þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu í dag svo eigum við eftir að spila einn leik við Fylki á föstudaginn áður en að mótið byrjar en við erum líka að leyfa mönnum að spila og passa upp á meiðsli." Hafði Heimir að segja varðandi hvort byrjunarliðið í dag væri liðið sem hann ætlar að nota í sumar.

" Við erum ekki að fara lána neina eins og staðan er, það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið að reyna en það hefur bara ekki neitt gengið en eins og staðan er núna eru allar líkur á því að þetta verði liðið sem byrjar Íslandsmótið fyrir Val." Sagði Heimir varðandi leikmannamál Valsmanna.

Valur spilar æfingaleik við Fylki á föstudaginn n.k. áður en þeir fá ríkjandi Íslandsmeistara og erkifjendur sína í KR í heimsókn á Origo völlinn þann 13. júní í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Viðtalið við Heimi má sjá hér fyrir ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner