Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 31. maí 2020 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns: Við vorum klaufar
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var brattur eftir æfingaleik sem endaði með 3-3 jafntefli gegn Breiðablik í dag en Valur og Breiðablik áttust við í hörkuleik á Kópavogsvelli. Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna en Patrcik Pedersen gerði hin tvö. Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk Blika en Kwame Quee jafnaði leikinn á lokamínútu leiksins með flottu marki sláin inn.

" Við vorum klaufar þarna í lokin, við hefðum mátt vera klókari og drepa leikinn og koma þessu í hús en mér fannst þetta vera fínn leikur, skemmtilegur leikur, fullt af færum og sex mörk, það er jákvætt. " Sagði Heimir eftir þennan skemmtilega æfingaleik.

" Maður er alltaf að spá í þetta en þetta voru þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu í dag svo eigum við eftir að spila einn leik við Fylki á föstudaginn áður en að mótið byrjar en við erum líka að leyfa mönnum að spila og passa upp á meiðsli." Hafði Heimir að segja varðandi hvort byrjunarliðið í dag væri liðið sem hann ætlar að nota í sumar.

" Við erum ekki að fara lána neina eins og staðan er, það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið að reyna en það hefur bara ekki neitt gengið en eins og staðan er núna eru allar líkur á því að þetta verði liðið sem byrjar Íslandsmótið fyrir Val." Sagði Heimir varðandi leikmannamál Valsmanna.

Valur spilar æfingaleik við Fylki á föstudaginn n.k. áður en þeir fá ríkjandi Íslandsmeistara og erkifjendur sína í KR í heimsókn á Origo völlinn þann 13. júní í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Viðtalið við Heimi má sjá hér fyrir ofan í heild sinni.
Athugasemdir