Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 31. maí 2020 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns: Við vorum klaufar
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var brattur eftir æfingaleik sem endaði með 3-3 jafntefli gegn Breiðablik í dag en Valur og Breiðablik áttust við í hörkuleik á Kópavogsvelli. Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna en Patrcik Pedersen gerði hin tvö. Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk Blika en Kwame Quee jafnaði leikinn á lokamínútu leiksins með flottu marki sláin inn.

" Við vorum klaufar þarna í lokin, við hefðum mátt vera klókari og drepa leikinn og koma þessu í hús en mér fannst þetta vera fínn leikur, skemmtilegur leikur, fullt af færum og sex mörk, það er jákvætt. " Sagði Heimir eftir þennan skemmtilega æfingaleik.

" Maður er alltaf að spá í þetta en þetta voru þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu í dag svo eigum við eftir að spila einn leik við Fylki á föstudaginn áður en að mótið byrjar en við erum líka að leyfa mönnum að spila og passa upp á meiðsli." Hafði Heimir að segja varðandi hvort byrjunarliðið í dag væri liðið sem hann ætlar að nota í sumar.

" Við erum ekki að fara lána neina eins og staðan er, það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið að reyna en það hefur bara ekki neitt gengið en eins og staðan er núna eru allar líkur á því að þetta verði liðið sem byrjar Íslandsmótið fyrir Val." Sagði Heimir varðandi leikmannamál Valsmanna.

Valur spilar æfingaleik við Fylki á föstudaginn n.k. áður en þeir fá ríkjandi Íslandsmeistara og erkifjendur sína í KR í heimsókn á Origo völlinn þann 13. júní í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Viðtalið við Heimi má sjá hér fyrir ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner