Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 31. maí 2020 21:45
Arnar Laufdal Arnarsson
Heimir Guðjóns: Við vorum klaufar
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var brattur eftir æfingaleik sem endaði með 3-3 jafntefli gegn Breiðablik í dag en Valur og Breiðablik áttust við í hörkuleik á Kópavogsvelli. Orri Sigurður skoraði fyrsta mark Valsmanna en Patrcik Pedersen gerði hin tvö. Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk Blika en Kwame Quee jafnaði leikinn á lokamínútu leiksins með flottu marki sláin inn.

" Við vorum klaufar þarna í lokin, við hefðum mátt vera klókari og drepa leikinn og koma þessu í hús en mér fannst þetta vera fínn leikur, skemmtilegur leikur, fullt af færum og sex mörk, það er jákvætt. " Sagði Heimir eftir þennan skemmtilega æfingaleik.

" Maður er alltaf að spá í þetta en þetta voru þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu í dag svo eigum við eftir að spila einn leik við Fylki á föstudaginn áður en að mótið byrjar en við erum líka að leyfa mönnum að spila og passa upp á meiðsli." Hafði Heimir að segja varðandi hvort byrjunarliðið í dag væri liðið sem hann ætlar að nota í sumar.

" Við erum ekki að fara lána neina eins og staðan er, það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið að reyna en það hefur bara ekki neitt gengið en eins og staðan er núna eru allar líkur á því að þetta verði liðið sem byrjar Íslandsmótið fyrir Val." Sagði Heimir varðandi leikmannamál Valsmanna.

Valur spilar æfingaleik við Fylki á föstudaginn n.k. áður en þeir fá ríkjandi Íslandsmeistara og erkifjendur sína í KR í heimsókn á Origo völlinn þann 13. júní í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Viðtalið við Heimi má sjá hér fyrir ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner