Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   mið 31. maí 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaland opnar á morgun
Mynd: Aðsend

Fimmtudaginn 1. júní klukkan 17:00 verður hátíðar opnun fótboltalands í Smáralind. Fyrsti knatttspyrnutengdi skemmtigarðurinn á Íslandi.


Fótboltaland er fyrsti fótbolta-skemmtigarður landsins, sem hefur opnað núna í Smáralind.

Um er að ræða einn glæsilegasta íþrótta-skemmtigarð landsins með fjöldann allan af tækjum og þrautum tengt fótbolta.

Í Fótboltalandi er hægt að sækja afþreyingu fyrir börn og fullorðna þar sem vinsælasta íþrótt heims er í forgrunni.

Með stofnun Fótboltalands er ekki bara verið að uppfylla þarfir fótboltaáhugafólks heldur einnig mæta vaxandi eftirspurn eftir fjörugri afþreyingu með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum.

Í Fótboltalandi má finna fimmtá mismunandi þrautabrautir sem skiptast í keppnisbrautir og skemmtibrautir. Í keppnisbrautunum keppast gestir um að fá sem flest stig úr hverri braut og sigra þannig vini eða fjölskyldu í viðkomandi brautum.

Í skemmtibrautunum snýst allt um að hafa gaman þó svo að alltaf sé hægt að stilla upp keppni í þeim líka kjósi gestir svo. Í skemmtibrautunum geta fleiri en einn spilað í einu.

Notast verður við helstu tækninýjungar í Fótboltalandi og má þar nefna RFID armbönd sem halda utan um stig keppanda og stafræn fótboltatæki frá Elite Skills Arena sem meðal annars eru notuð eru á æfingarsvæðum stærstu fótboltaklúbba heims. Má þar nefna að Ronaldo á metið í einu tækinu.

„Við erum ótrúlega stolt og ánægð með opnun Fótboltalands. Þetta er búið að vera nokkuð löng fæðing en hefur skilað sér í frábærri æfingaaðstöðu fyrir fótboltafélög og fölskylduskemmtun á heimsklassa," sagði Konstantín Mikaelsson, framkvæmdarstjóri Smárabíó ehf sem eru eigendur að Fótboltalandi.

„Hér er svarið við vaxandi eftirspurn um heilbrigða afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Hvort sem þú ert mikill eða engin fótboltaaðdáandi, þá er þetta frábærri upplifun fyrir alla. Hér geta margar kynslóðir komið saman og upplifað skemmtun sem er einstök á Íslandi. Hægt verður svo að fylgjast með sinni eigin stigagjöf og einnig hvernig framistaða þín er gagnvart öðrum sem koma í Fótboltaland yfir árið.

Fyrir upplýsingar og opnunartíma farðu þá inn á

www.fotboltaland.is.

Fótboltland er einnig flestum á samfélagsmiðlum

https://www.instagram.com/fotboltaland
https://www.facebook.com/fotboltaland
https://www.tiktok.com/@fotboltalandAthugasemdir