Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mið 31. júlí 2019 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sindri Snær í ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon, sem hefur verið fyrirliði ÍBV, er búinn að fá félagaskipti yfir til ÍA rétt áður en félagaskiptaglugginn lokast.

„Við fengum tilboð í gær sem við höfnuðum. Í dag kom of gott tilboð til að hafna. Ljóst var að Sindri myndi nýta sér uppsagnarákvæði í haust og tókum við því tilboðinu," sagði Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, við Fótbolta.net.

„Sindri hefur staðið sig vel í ÍBV og þökkum við honum fyrir góða þjónustu og óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi."

Sindri Snær hefur leikið með ÍBV frá 2016 og hefur hann verið fyrirliði liðsins lengi vel.

Hann hefur einnig leikið með ÍR, Breiðablik, Selfossi og Keflavík á sínum leikmannaferli. Nú bætist ÍA við þann hóp.

ÍA er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar, en ÍBV er á botni deildarinnar í vondum málum.
Athugasemdir
banner
banner