Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. júlí 2020 12:14
Elvar Geir Magnússon
Hjörtur á blaði hjá Leeds?
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í The Athletic er Leeds United til umfjöllunar og fjallað um mögulegar styrkingar fyrir liðið.

Leeds er komið aftur upp meðal þeirra bestu og leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu tímabili.

Marcelo Bielsa og hans teymi eru að skoða mögulegar styrkingar og eru fjölmargir mögulegir kostir nefndir í umfjöllun The Athletic.

Þar á meðal er eitt íslenskt nafn, Hjörtur Hermannsson leikmaður Bröndby í Danmörku.

Sagt er að Hjörtur sé með svipaðan leikstíl og miðvörðurinn Ben White sem lék með Leeds á láni frá Brighton á síðasta tímabili. White er nú kominn aftur til Brighton og Bielsa vill fylla hans skarð.

Hjörtur er 25 ára, uppalinn Fylkismaður, og hefur leikið með Bröndby síðan 2016. Þá á hann fjórtán landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner