Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 31. júlí 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 19. sæti
Norwich
Norwich er spáð beint aftur niður.
Norwich er spáð beint aftur niður.
Mynd: Getty Images
Daniel Farke, stjórinn.
Daniel Farke, stjórinn.
Mynd: Getty Images
Emi Buendia fór til Aston Villa.
Emi Buendia fór til Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Teemu Pukki þarf að reima á sig markaskóna í vetur
Teemu Pukki þarf að reima á sig markaskóna í vetur
Mynd: Getty Images
Carrow Road, heimavöllur Norwich.
Carrow Road, heimavöllur Norwich.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, uppáhalds deild margra Íslendinga, hefst á nýjan leik 13. ágúst. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 19. sæti er Norwich.

Um liðið: Rétt eins og Watford, þá komst Norwich beint aftur upp eftir að hafa fallið 2019/20 tímabilið. Þrátt fyrir magnaðan sigur gegn Manchester City, þá voru Kanarífuglarnir einhvern veginn aldrei líklegir til að halda sér uppi og var tímabil þeirra mjög óspennandi. Við skulum vona að svo verði ekki aftur í þetta skiptið.

Stjórinn: Daniel Farke ákvað að vera áfram um borð eftir fall liðsins úr úrvalsdeildinni, og tókst honum að stýra liðinu beint aftur upp. Farke hefur stýrt Norwich í fjögur ár en þar áður vara hann þjálfari varaliðs Borussia Dortmund. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Norwich í sumar og líður greinilega vel hjá félaginu.

Staða á síðasta tímabili: 1. sæti í Championship

Styrkleikar: Góður varnarleikur; koma Ben Gibson og Dimitris Giannoulis fyrir síðustu leiktíð var gríðarlega sterk þar sem liðið fékk næst fæst mörkin á sig í deildinni. Markvörðurinn Tim Krul hefur verið gríðarlega öflugur síðustu tvö tímabil. Liðið kemur reynslunni ríkari eftir að hafa verið uppi í úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20.

Veikleikar: Buendia er farinn til Aston Villa; leikmaður sem kom að 31 marki á síðustu leiktíð. Margir aðdáendur segja hann vera besta leikmann Norwich frá upphafi og það verði erfitt að fá mann í hans stað. Liðið fékk Milot Rashica en ómögulegt að segja til um hvort hann nái að slá í gegn. Svo eru fáir möguleikar fram á við. Teemu Pukki byrjaði tímabilið 19/20 af krafti en mögulega vantar honum harðari samkeppni til að halda sér á tánum. Jordan Hugill sagður á förum og Adam Idah ekki sannað sig; og hver á að búa til færin eftir brotthvarf Buendia?

Talan: 11
Mörkin sem Teemu Pukki skoraði síðast þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Við viljum meira en það!

Lykilmaður: Teemu Pukki
Hefur sýnt að hann getur raðað inn mörkunum í Championship og skoraði hann 26 mörk í 41 leik á síðustu leiktíð. Hann verður að skora 15-20 mörk í deild þeirra bestu í ár. Frábær sóknarmaður með mikið markanef.

Fylgist með: Max Aarons
Bakvörður sem hefur verið orðaður við félög eins og Bayern München, Barcelona og Manchester United. Miklir hæfileikar og góður sóknarbakvörður. Þetta verður líklega hans síðasta tímabil með Norwich.

Komnir:
Milot Rashica frá Werder Bremen - 9,4 milljónir punda
Ben Gibson frá Burnley - 8 milljónir punda
Dimitris Giannoulis frá PAOK - 7 milljónir punda
Kenny Coker frá Southend - Óuppgefið
Angus Gunn frá Southampton - 5 milljónir punda
Flynn Clarke frá Peterborough - Óuppgefið
Billy Gilmour frá Chelsea - Á láni
Pierre Lees-Melou frá Nice - 3,5 milljónir punda

Farnir:
Alex Tettey - Án félags
Emiliano Buendía til Aston Villa - 30 milljónir punda
Philip Heise til Karlsruhe - Frítt
Reece McAlear til Inverness - Á láni
Orjan Nyland - Án félags
Moritz Leitner - Án félags
Marco Stiepermann - Án félags
Josh Martin til MK Dons - Á láni
Daniel Barden til Livingston - Á láni
Mario Vrancic til Stoke - Frítt
Josip Drmic til Rijeka - Á láni
Akin Famewo til Charlton - Á láni
Sam McCallum til QPR - Á láni
Daniel Sinani til Huddersfield - Á láni

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Norwich - Liverpool
21. ágúst, Man City - Norwich
28. ágúst, Norwich - Leicester

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner