Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Misheppnaður skiptidíll á milli Liverpool og Newcastle
Joe Gomez.
Joe Gomez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: EPA
Liverpool var næstum því búið að selja varnarmanninn Joe Gomez til Newcastle í sumar. Í staðinn hefði Anthony Gordon farið til Liverpool.

Það er staðarmiðillinn Liverpool Echo sem segir frá þessu í dag.

Gomez átti fínt tímabil með Liverpool á síðustu leiktíð þar sem hann leysti það sérstaklega vel að spila í vinstri bakverði.

Newcastle þurfti að rétta úr kútnum fjárhagslega til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar og hafði rætt þann möguleika við Liverpool að fá Gomez í skiptum fyrir Gordon. Newcastle hefði þá borgað 45 milljónir punda fyrir Gomez á meðan Liverpool hefði borgað 75 milljónir punda fyrir Gordon.

Það hefði hjálpað Newcastle að rétta bókhaldið af og Liverpool samþykkti þessa hugmynd í skamman tíma, en Newcastle fann svo aðrar leiðir til að koma bókhaldinu í lag. Félagið seldi Elliot Anderson til Nottingham Forest og Yankuba Minteh til Brighton fyrir stórar upphæðir.

Gomez mun snúa aftur til æfinga hjá Liverpool í næstu viku eftir frí, en það er áhugi á honum annars staðar frá. Ekki er útilokað að Liverpool selji hann ef gott tilboð berst. Daily Mail segir að Gomez sé opinn fyrir nýrri áskorun í sumar.

Liverpool hefur áfram áhuga á Gordon, sem er öflugur kantmaður, en það er afar ólíklegt að Newcastle sé tilbúið að selja hann núna nema fyrir eitthvað risaboð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner