Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 31. ágúst 2022 22:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ég hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif
,,Verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag''
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Við mættum ekki grimmir, vorum eftir á í flestum aðgerðum og grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr. Leikurinn var í raun og veru búinn áður en hann byrjaði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

„Auðvitað eru það vonbrigði en stundum er þetta bara svona, stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér. Því miður var það raunin fyrstu 20 mínúturnar í dag og svo vorum við komnir í þá stöðu að holan var bara of djúp. Við náðum aldrei að setja nægilega pressu á Víkingana."

Víkingarnir pressuðu vel á Breiðablik í upphafi leiks. „Við vissum að þeir myndu koma hátt og hluti af því að bregðast við því er að vera á tánum fyrstu 15 mínúturnar. Þú þarft að vinna boltann sem dettur, fara vel með hann á varnarþriðjungi. Hvorugur þessa hluta gekk upp fyrstu 15-20 mínúturnar. Stundum er það bara svoleiðis að þú ert ólíkur sjálfum þér. Stundum eiga menn bara 'off' dag og við verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag."

Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, fagnaði fyrir framan varamannabekk Breiðabliks þegar hann skoraði annað mark Víkings. Karl er fyrrum leikmaður Breiðabliks, var á láni hjá Víkingi frá Breiðabliki í fyrra og var svo keyptur til Víkings síðasta vetur. Hann virtist vera senda Óskari einhver skilaboð í fagni sínu. Óskar segist þó ekki hafa fundið fyrir því.

„Ég tók bara ekki eftir því. Kalli verður bara að svara því, ég veit það ekki, hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif. Hann er öflugur fótboltamaður og fábær náungi," sagði Óskar.

Viðtalið við hans er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Fögnuð Karls má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner