Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   mið 31. ágúst 2022 22:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ég hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif
,,Verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag''
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Við mættum ekki grimmir, vorum eftir á í flestum aðgerðum og grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr. Leikurinn var í raun og veru búinn áður en hann byrjaði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

„Auðvitað eru það vonbrigði en stundum er þetta bara svona, stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér. Því miður var það raunin fyrstu 20 mínúturnar í dag og svo vorum við komnir í þá stöðu að holan var bara of djúp. Við náðum aldrei að setja nægilega pressu á Víkingana."

Víkingarnir pressuðu vel á Breiðablik í upphafi leiks. „Við vissum að þeir myndu koma hátt og hluti af því að bregðast við því er að vera á tánum fyrstu 15 mínúturnar. Þú þarft að vinna boltann sem dettur, fara vel með hann á varnarþriðjungi. Hvorugur þessa hluta gekk upp fyrstu 15-20 mínúturnar. Stundum er það bara svoleiðis að þú ert ólíkur sjálfum þér. Stundum eiga menn bara 'off' dag og við verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag."

Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, fagnaði fyrir framan varamannabekk Breiðabliks þegar hann skoraði annað mark Víkings. Karl er fyrrum leikmaður Breiðabliks, var á láni hjá Víkingi frá Breiðabliki í fyrra og var svo keyptur til Víkings síðasta vetur. Hann virtist vera senda Óskari einhver skilaboð í fagni sínu. Óskar segist þó ekki hafa fundið fyrir því.

„Ég tók bara ekki eftir því. Kalli verður bara að svara því, ég veit það ekki, hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif. Hann er öflugur fótboltamaður og fábær náungi," sagði Óskar.

Viðtalið við hans er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Fögnuð Karls má sjá hér að neðan.


Athugasemdir