Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 31. ágúst 2022 22:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ég hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif
,,Verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag''
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Við mættum ekki grimmir, vorum eftir á í flestum aðgerðum og grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr. Leikurinn var í raun og veru búinn áður en hann byrjaði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

„Auðvitað eru það vonbrigði en stundum er þetta bara svona, stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér. Því miður var það raunin fyrstu 20 mínúturnar í dag og svo vorum við komnir í þá stöðu að holan var bara of djúp. Við náðum aldrei að setja nægilega pressu á Víkingana."

Víkingarnir pressuðu vel á Breiðablik í upphafi leiks. „Við vissum að þeir myndu koma hátt og hluti af því að bregðast við því er að vera á tánum fyrstu 15 mínúturnar. Þú þarft að vinna boltann sem dettur, fara vel með hann á varnarþriðjungi. Hvorugur þessa hluta gekk upp fyrstu 15-20 mínúturnar. Stundum er það bara svoleiðis að þú ert ólíkur sjálfum þér. Stundum eiga menn bara 'off' dag og við verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag."

Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, fagnaði fyrir framan varamannabekk Breiðabliks þegar hann skoraði annað mark Víkings. Karl er fyrrum leikmaður Breiðabliks, var á láni hjá Víkingi frá Breiðabliki í fyrra og var svo keyptur til Víkings síðasta vetur. Hann virtist vera senda Óskari einhver skilaboð í fagni sínu. Óskar segist þó ekki hafa fundið fyrir því.

„Ég tók bara ekki eftir því. Kalli verður bara að svara því, ég veit það ekki, hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif. Hann er öflugur fótboltamaður og fábær náungi," sagði Óskar.

Viðtalið við hans er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Fögnuð Karls má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner