Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
   fim 31. ágúst 2023 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn segir afrekið trompa allt - „Í ársbyrjun 2020 fékk maður þessa barnalegu trú"
Trompar allt annað sem maður hefur gert í fótboltanum
Trompar allt annað sem maður hefur gert í fótboltanum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn og Halldór Árnason tóku við Breiðabliki eftir tímabilið 2019.
Óskar Hrafn og Halldór Árnason tóku við Breiðabliki eftir tímabilið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, risastórt, sætt og við ætlum sannarlega að njóta þess í kvöld. Þetta var blanda, vissulega var léttir en svo geðveik tilfinning og þá virkilega fann maður hversu stórt þettar er, trompar allt annað sem maður hefur gert í fótboltanum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í kvöld.

Breiðablik varð í kvöld fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Ég held það sé nokkuð ljóst og allir finni þá ekta tilfinningu í öllum frumum. Maður vissi ekki hvað þetta yrði, en tilfinningin er að þetta trompi allt annað."

Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark leiksins. „Ég er stoltur af okkur að mæta og taka frumkvæðið strax, burtséð frá markinu, að mæta með kassann út og 'hér fær enginn neitt' viðhorfið."

„Að halda hreinu á móti mjög erfiðu og kaotísku Struga liði er ótrúlega flott."


Fyrirliðinn hefur ekki áhyggjur af því að þurfa núna að setja einbeitinguna á leikinn gegn FH í Bestu deildinni í sumar.

En átti hann von á því að komast í riðlakeppni í Evrópu þegar hann hóf ferilinn?

„Nei, ekki þannig sko. En frá því að þjálfarateymið tekur við í ársbyrjun 2020. Þá fékk maður þessa barnalegu trú að við gætum 'matchað' hvaða liði sem við mætum. Ég held að af ellefu heimaleikjum sem við höfum spilað í Evrópu þá höfum við unnið níu hérna á Kópavogsvelli. Það hafa sannarlega verið sterkir andstæðingar. Trú flytur fjöll og þetta er afraksturinn."

Höskuldur var spurður út í stuðninginn. „Ég væri alveg til í að þetta væri svona alltaf, þetta gefur aukin kraft. Ég vil hvetja Kópavogsbúa og aðra að halda áfram að mæta eftir því sem þeir geta. Þetta munar, maður fær tólfta manninn inn á og það gefur orku."

Höskuldur vill fá Aston Villa í riðlinum. „Þetta eru allt flott lið, ég held það sé mikilvægt að vera ekkert litlir með það að núna þurfum við að halda áfram og gera eitthvað í þessum riðli. Við erum það barnarlegir að við förum með það hugarfar áfram í þetta."

Höskuldur er með meiðsli á hendi sem hann fór yfir í viðtalinu. Þau meiðsli eyðilögðu golfsumarið hjá kappanum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner