Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 31. ágúst 2023 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn segir afrekið trompa allt - „Í ársbyrjun 2020 fékk maður þessa barnalegu trú"
Trompar allt annað sem maður hefur gert í fótboltanum
Trompar allt annað sem maður hefur gert í fótboltanum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Hrafn og Halldór Árnason tóku við Breiðabliki eftir tímabilið 2019.
Óskar Hrafn og Halldór Árnason tóku við Breiðabliki eftir tímabilið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, risastórt, sætt og við ætlum sannarlega að njóta þess í kvöld. Þetta var blanda, vissulega var léttir en svo geðveik tilfinning og þá virkilega fann maður hversu stórt þettar er, trompar allt annað sem maður hefur gert í fótboltanum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í kvöld.

Breiðablik varð í kvöld fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Ég held það sé nokkuð ljóst og allir finni þá ekta tilfinningu í öllum frumum. Maður vissi ekki hvað þetta yrði, en tilfinningin er að þetta trompi allt annað."

Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark leiksins. „Ég er stoltur af okkur að mæta og taka frumkvæðið strax, burtséð frá markinu, að mæta með kassann út og 'hér fær enginn neitt' viðhorfið."

„Að halda hreinu á móti mjög erfiðu og kaotísku Struga liði er ótrúlega flott."


Fyrirliðinn hefur ekki áhyggjur af því að þurfa núna að setja einbeitinguna á leikinn gegn FH í Bestu deildinni í sumar.

En átti hann von á því að komast í riðlakeppni í Evrópu þegar hann hóf ferilinn?

„Nei, ekki þannig sko. En frá því að þjálfarateymið tekur við í ársbyrjun 2020. Þá fékk maður þessa barnalegu trú að við gætum 'matchað' hvaða liði sem við mætum. Ég held að af ellefu heimaleikjum sem við höfum spilað í Evrópu þá höfum við unnið níu hérna á Kópavogsvelli. Það hafa sannarlega verið sterkir andstæðingar. Trú flytur fjöll og þetta er afraksturinn."

Höskuldur var spurður út í stuðninginn. „Ég væri alveg til í að þetta væri svona alltaf, þetta gefur aukin kraft. Ég vil hvetja Kópavogsbúa og aðra að halda áfram að mæta eftir því sem þeir geta. Þetta munar, maður fær tólfta manninn inn á og það gefur orku."

Höskuldur vill fá Aston Villa í riðlinum. „Þetta eru allt flott lið, ég held það sé mikilvægt að vera ekkert litlir með það að núna þurfum við að halda áfram og gera eitthvað í þessum riðli. Við erum það barnarlegir að við förum með það hugarfar áfram í þetta."

Höskuldur er með meiðsli á hendi sem hann fór yfir í viðtalinu. Þau meiðsli eyðilögðu golfsumarið hjá kappanum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner