Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   fim 31. ágúst 2023 14:36
Elvar Geir Magnússon
Gylfi í viðtali: Get vonandi gefið af mér með reynslu og gæðum
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í danska boltann.
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í danska boltann.
Mynd: Lyngby
„Það er ekkert leyndarmál að ég á mjög gott samband við Frey
„Það er ekkert leyndarmál að ég á mjög gott samband við Frey" segir Gylfi.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var í dag kynntur sem leikmaður danska Íslendingaliðsins Lyngby. Hann mun klæðast treyju númer 18 hjá félaginu.

„Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk hjá félaginu. Það er ekkert leyndarmál að ég á mjög gott samband við Frey og hef líka talað mikið við Alfreð," segir Gylfi í viðtali við heimasíðu Lyngby.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og Alfreð Finnbogason lék með liðinu.

„Alfreð sagði mér mikið frá félaginu, andrúmsloftinu og liðinu sjálfu. Bæði Freyr og Alfreð töluðu fallega um félagið og miðað við það sem ég hef kynnst þá get ég skilið að þeir höfðu svona mikið gott að segja."

„Mín upplifun er sú að Lyngby sé mjög vinalegur fjölskylduklúbbur með góðu andrúmslofti. Það hefur verið vel tekið á móti mér af strákunum í liðinu og þeir virðast frábærir. Mér finnst gott jafnvægi í hópnum og er ánægður með að vera hérna," segir Gylfi í sínu fyrsta viðtali í ansi langan tíma.

„Ég vona að ég geti komið inn og gefið af mér með reynslu og gæði. Ég veit að það eru margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn og vonandi geta þeir lært eitthvað af mér."

„Ég hef heyrt góða hluti af stuðningsmönnunum og ég hlakka til að hitta þá og ekki síst að spila fyrir framan þá."
Athugasemdir
banner
banner