Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 31. ágúst 2023 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver á leið í óvissu og sturlun: Draumur sem var ekki raunhæfur möguleiki
Ég held þetta sé stærra en Íslandsmeistaratitilinn, af því að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert.
Ég held þetta sé stærra en Íslandsmeistaratitilinn, af því að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Forrétindi fyrir mig að vera stuðninsmaður inni á vellinum.
Forrétindi fyrir mig að vera stuðninsmaður inni á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna og allir í kringum mig eru Blikar.
Það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna og allir í kringum mig eru Blikar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er bara geðveikt, get ekki lýst því maður er að fara í einhverja óvissu og sturlun sem maður hefur ekki upplifað. Það er gleði að ná markmiði sem var einhvern veginn ekki raunhæfur möguleiki þegar maður var lítill. Íslandsmeistaratitilinn var draumur og raunhæfur möguleiki, það var svo risastórt. Evrópukeppni var einhvern veginn ekki að mínu mati raunhæfur möguleiki. Ég á ekki til orð og er einhvern veginn á öllum skalanum," sagði Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Struga í dag.

Sigurinn tryggði Breiðabliki sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik fyrsta karlaliðið til að komast á það stig í Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Æðislegt, ótrúlega gaman að gera þetta með uppeldisklúbbnum og okkar stuðningsmönnum. Það gerir mann ennþá stoltari að komast inn í Evrópukeppni og vera góðir. Ég skal viðurkenna að það var ótrúlegt að fá þennan drátt," sagði Oliver sem fór aðeins út af sporinu og nefndi lið sem Breiðablik hefði ekki getað dregist á móti.

„Við þurfum tað klára okkar leiki, náðum að klára undankeppnina, Írana og þetta. Þetta var orðið markmið þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar og það er æðislegt að ná því."

Oliver segir það raunhæfan möguleika að vinna eitthvð að verðandi mótherjum á heimavelli. Það á þó eftir að koma í ljós hvar Blikar munu spila. „Ekki bara koma og vera litlir kallar, tala um að við séum að spila á móti svo stórum liðum. Við eigum að reyna að vinna þau. Nú er tímabilið að lengjast heldur mikið, það þurfa einhverjir að fara aflýsa Tenerife og Miami ferðum," sagði Oliver og hló. „Það er bara geðveikt. Það er æðislegt að gera þetta með uppeldisklúbbnum og maður er gífurlega stoltur."

Oliver var með pantaða ferð um jólin og þarf því ekki að aflýsa sinni ferð.

„Ég held þetta sé stærra en Íslandsmeistaratitilinn, af því að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert. Ég get ekki sett það í orð en ég er gífurlega stoltur og þetta er mjög stórt."

Hvernig verða fagnaðarlætin? „Það má ekki gleyma því að það er leikur á sunnudaginn. Við fáum okkur einhverja vel valda drykki, hamborgara og njótum saman. Við munum ræða framhaldið og þess háttar. Þegar maður er í íþróttum reynir maður að bæta sig og við getum ekki hætt núna af því að markmiðinu er náð. Það verður áskorun að keyra Íslandsmótið áfram í gegn og gera okkar besta. Við eigum inni þar."

„Á morgun er nýr dagur, ég fer bara í skólann og menn fara í vinnuna. Lífið heldur bara áfram en við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir framhaldið."


Oliver var hæstánægður og stoltur af stuðningnum uppi í stúku. „Ef ég væri ekki inn á vellinum þá væri ég uppi í stúku. Það eru forréttindi fyrir mig að vera stuðningsmaður inni á vellinum og get gert eitthvað í hlutunum, unnið leiki fyrir stuðningsmennina. Það er eitthvað sem ég met mikils. Það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna og allir í kringum mig eru Blikar. Æðislegt að fá góðan stuðning„" sagði Oliver.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner