Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fim 31. ágúst 2023 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver á leið í óvissu og sturlun: Draumur sem var ekki raunhæfur möguleiki
Ég held þetta sé stærra en Íslandsmeistaratitilinn, af því að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert.
Ég held þetta sé stærra en Íslandsmeistaratitilinn, af því að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Forrétindi fyrir mig að vera stuðninsmaður inni á vellinum.
Forrétindi fyrir mig að vera stuðninsmaður inni á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna og allir í kringum mig eru Blikar.
Það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna og allir í kringum mig eru Blikar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er bara geðveikt, get ekki lýst því maður er að fara í einhverja óvissu og sturlun sem maður hefur ekki upplifað. Það er gleði að ná markmiði sem var einhvern veginn ekki raunhæfur möguleiki þegar maður var lítill. Íslandsmeistaratitilinn var draumur og raunhæfur möguleiki, það var svo risastórt. Evrópukeppni var einhvern veginn ekki að mínu mati raunhæfur möguleiki. Ég á ekki til orð og er einhvern veginn á öllum skalanum," sagði Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Struga í dag.

Sigurinn tryggði Breiðabliki sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik fyrsta karlaliðið til að komast á það stig í Evrópu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Æðislegt, ótrúlega gaman að gera þetta með uppeldisklúbbnum og okkar stuðningsmönnum. Það gerir mann ennþá stoltari að komast inn í Evrópukeppni og vera góðir. Ég skal viðurkenna að það var ótrúlegt að fá þennan drátt," sagði Oliver sem fór aðeins út af sporinu og nefndi lið sem Breiðablik hefði ekki getað dregist á móti.

„Við þurfum tað klára okkar leiki, náðum að klára undankeppnina, Írana og þetta. Þetta var orðið markmið þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar og það er æðislegt að ná því."

Oliver segir það raunhæfan möguleika að vinna eitthvð að verðandi mótherjum á heimavelli. Það á þó eftir að koma í ljós hvar Blikar munu spila. „Ekki bara koma og vera litlir kallir, tala um að við séum að spila á móti svo stórum liðum. Við eigum að reyna að vinna þau. Nú er tímabilið að lengjast heldur mikið, það þurfa einhverjir að fara aflýsa Tenerife og Miami ferðum," sagði Oliver og hló. „Það er bara geðveikt. Það er æðislegt að gera þetta með uppeldisklúbbnum og maður er gífurlega stoltur."

Oliver var með pantaða ferð um jólin og þarf því ekki að aflýsa sinni ferð.

„Ég held þetta sé stærra en Íslandsmeistaratitilinn, af því að þetta er í fyrsta skiptið sem þetta er gert. Ég get ekki sett það í orð en ég er gífurlega stoltur og þetta er mjög stórt."

Hvernig verða fagnaðarlætin? „Það má ekki gleyma því að það er leikur á sunnudaginn. Við fáum okkur einhverja vel valda drykki, hamborgara og njótum saman. Við munum ræða framhaldið og þess háttar. Þegar maður er í íþróttum reynir maður að bæta sig og við getum ekki hætt núna af því að markmiðinu er náð. Það verður áskorun að keyra Íslandsmótið áfram í gegn og gera okkar besta. Við eigum inni þar."

„Á morgun er nýr dagu, ég fer bara í skólann og menn fara í vinnuna. Lífið heldur bara áfram en við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir framhaldið."


Oliver var hæstánægður og stoltur af stuðningnum uppi í stúku. „Ef ég væri ekki inn á vellinum þá væri ég uppi í stúku. Það eru forréttindi fyrir mig að vera stuðningsmaður inni á vellinum og get gert eitthvað í hlutunum, unnið leiki fyrir stuðningsmennina. Það er eitthvað sem ég met mikils. Það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna og allir í kringum mig eru Blikar. Æðislegt að fá góðan stuðning„" sagði Oliver.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner