Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 31. ágúst 2023 20:35
Elvar Geir Magnússon
Viktor Karl vill heimsækja gamlar slóðir - „Væri líka gaman að fara á Villa Park“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það ríkir mikil gleði í Kópavogi eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með 2-0 samanlögðum sigri gegn Struga frá Norður-Makedóníu. Breiðablik kemst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Þetta er eitthvað sem við höfum unnið markvisst að í einhver ár. Að hafa klárað þetta markmið er hrikalega sætt. Ég gæti ekki verið sáttari, ólýsanleg tilfinning," sagði Viktor Karl Einarsson sem skoraði eina markið á Kópavogsvelli í dag.

Viktor segir Blika hafa haft augastað á Sambandsdeildinni síðan keppnin var sett á laggirnar. Hann er hluti af þeim kjarna sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið að vinna með síðan hann tók við liðinu.

„Við erum þónokkrir sem hafa verið saman í nokkur ár núna. Það hafa myndast vinatengsl og tengsl inni á vellinum. Ég held að það sé klárlega að skila sér í þessum árangri."

Dregið verður í riðla klukkan 12:30 á morgun. Er Viktor með óskamótherja?

„Ég persónulega væri til í að heimsækja gamlar slóðir hjá AZ Alkmaar. Það væri líka gaman að fara á Villa Park."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar lýsir Viktor markinu sínu og ræðir einnig um vegferð sína að þessum árangri.
Athugasemdir