Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 31. ágúst 2023 20:35
Elvar Geir Magnússon
Viktor Karl vill heimsækja gamlar slóðir - „Væri líka gaman að fara á Villa Park“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það ríkir mikil gleði í Kópavogi eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með 2-0 samanlögðum sigri gegn Struga frá Norður-Makedóníu. Breiðablik kemst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Þetta er eitthvað sem við höfum unnið markvisst að í einhver ár. Að hafa klárað þetta markmið er hrikalega sætt. Ég gæti ekki verið sáttari, ólýsanleg tilfinning," sagði Viktor Karl Einarsson sem skoraði eina markið á Kópavogsvelli í dag.

Viktor segir Blika hafa haft augastað á Sambandsdeildinni síðan keppnin var sett á laggirnar. Hann er hluti af þeim kjarna sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið að vinna með síðan hann tók við liðinu.

„Við erum þónokkrir sem hafa verið saman í nokkur ár núna. Það hafa myndast vinatengsl og tengsl inni á vellinum. Ég held að það sé klárlega að skila sér í þessum árangri."

Dregið verður í riðla klukkan 12:30 á morgun. Er Viktor með óskamótherja?

„Ég persónulega væri til í að heimsækja gamlar slóðir hjá AZ Alkmaar. Það væri líka gaman að fara á Villa Park."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar lýsir Viktor markinu sínu og ræðir einnig um vegferð sína að þessum árangri.
Athugasemdir
banner
banner