Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fim 31. ágúst 2023 20:35
Elvar Geir Magnússon
Viktor Karl vill heimsækja gamlar slóðir - „Væri líka gaman að fara á Villa Park“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það ríkir mikil gleði í Kópavogi eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með 2-0 samanlögðum sigri gegn Struga frá Norður-Makedóníu. Breiðablik kemst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Þetta er eitthvað sem við höfum unnið markvisst að í einhver ár. Að hafa klárað þetta markmið er hrikalega sætt. Ég gæti ekki verið sáttari, ólýsanleg tilfinning," sagði Viktor Karl Einarsson sem skoraði eina markið á Kópavogsvelli í dag.

Viktor segir Blika hafa haft augastað á Sambandsdeildinni síðan keppnin var sett á laggirnar. Hann er hluti af þeim kjarna sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið að vinna með síðan hann tók við liðinu.

„Við erum þónokkrir sem hafa verið saman í nokkur ár núna. Það hafa myndast vinatengsl og tengsl inni á vellinum. Ég held að það sé klárlega að skila sér í þessum árangri."

Dregið verður í riðla klukkan 12:30 á morgun. Er Viktor með óskamótherja?

„Ég persónulega væri til í að heimsækja gamlar slóðir hjá AZ Alkmaar. Það væri líka gaman að fara á Villa Park."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar lýsir Viktor markinu sínu og ræðir einnig um vegferð sína að þessum árangri.
Athugasemdir
banner
banner