Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 31. ágúst 2023 20:35
Elvar Geir Magnússon
Viktor Karl vill heimsækja gamlar slóðir - „Væri líka gaman að fara á Villa Park“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það ríkir mikil gleði í Kópavogi eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með 2-0 samanlögðum sigri gegn Struga frá Norður-Makedóníu. Breiðablik kemst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Þetta er eitthvað sem við höfum unnið markvisst að í einhver ár. Að hafa klárað þetta markmið er hrikalega sætt. Ég gæti ekki verið sáttari, ólýsanleg tilfinning," sagði Viktor Karl Einarsson sem skoraði eina markið á Kópavogsvelli í dag.

Viktor segir Blika hafa haft augastað á Sambandsdeildinni síðan keppnin var sett á laggirnar. Hann er hluti af þeim kjarna sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið að vinna með síðan hann tók við liðinu.

„Við erum þónokkrir sem hafa verið saman í nokkur ár núna. Það hafa myndast vinatengsl og tengsl inni á vellinum. Ég held að það sé klárlega að skila sér í þessum árangri."

Dregið verður í riðla klukkan 12:30 á morgun. Er Viktor með óskamótherja?

„Ég persónulega væri til í að heimsækja gamlar slóðir hjá AZ Alkmaar. Það væri líka gaman að fara á Villa Park."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar lýsir Viktor markinu sínu og ræðir einnig um vegferð sína að þessum árangri.
Athugasemdir
banner
banner
banner